Landsvirkjun hefur ákveðið að takmarka afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja í janúar. Heldur skerðingin áfram í vetur, ef aðstæður krefjast þess, en möguleikar á afhendingu eru í stöðugri skoðun.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Eftirspurn eftir raforku hjá viðskiptavinum Landsvirkjunar hefur aukist mjög. Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu, segir eftirspurnina slá öll met og hún eigi við allar greinar, svo sem framleiðslu á áli og kísilmálmi og starfsemi gagnavera. Afar hagfelldar ytri aðstæður hjá fyrirtækjunum og hátt heimsmarkaðsverð á afurðum veldur þessu. Nú fullnýta viðskiptavinir Landsvirkjunar almennt raforkusamninga sína og biðja um að fá að kaupa meira.
Hluti viðskiptavina Landsvirkjunar hefur samið um kaup á skerðanlegri orku og nýtur þess í verði. Þurfa þeir því að sæta skerðingum á afhendingu ef ekki er til næg orka. Á þetta við um fiskimjölsverksmiðjur, fiskþurrkanir og fjarvarmaveitur á köldum svæðum og samningar við stórnotendur eru einnig með skerðingarákvæðum.
Auk mikils álags á kerfinu er ástandið í vatnsbúskap á hálendinu verra en lengi hefur verið. Hefur Landsvirkjun ákveðið að takmarka afhendingu til fiskimjölsverksmiðja við 25 megavött í janúar en á fullum afköstum geta bræðslurnar nýtt um 100 MW. Þessi skerðing heldur áfram í vetur, ef aðstæður krefjast. Verða verksmiðjurnar því væntanlega að nota olíu til að bræða hluta loðnunnar á stærstu vertíð um árabil. 4
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |