Bræðslurnar verða skertar

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg. mbl.is

Landsvirkjun hefur ákveðið að takmarka afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja í janúar. Heldur skerðingin áfram í vetur, ef aðstæður krefjast þess, en möguleikar á afhendingu eru í stöðugri skoðun.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eftirspurn eftir raforku hjá viðskiptavinum Landsvirkjunar hefur aukist mjög. Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu, segir eftirspurnina slá öll met og hún eigi við allar greinar, svo sem framleiðslu á áli og kísilmálmi og starfsemi gagnavera. Afar hagfelldar ytri aðstæður hjá fyrirtækjunum og hátt heimsmarkaðsverð á afurðum veldur þessu. Nú fullnýta viðskiptavinir Landsvirkjunar almennt raforkusamninga sína og biðja um að fá að kaupa meira.

Hluti viðskiptavina Landsvirkjunar hefur samið um kaup á skerðanlegri orku og nýtur þess í verði. Þurfa þeir því að sæta skerðingum á afhendingu ef ekki er til næg orka. Á þetta við um fiskimjölsverksmiðjur, fiskþurrkanir og fjarvarmaveitur á köldum svæðum og samningar við stórnotendur eru einnig með skerðingarákvæðum.

Auk mikils álags á kerfinu er ástandið í vatnsbúskap á hálendinu verra en lengi hefur verið. Hefur Landsvirkjun ákveðið að takmarka afhendingu til fiskimjölsverksmiðja við 25 megavött í janúar en á fullum afköstum geta bræðslurnar nýtt um 100 MW. Þessi skerðing heldur áfram í vetur, ef aðstæður krefjast. Verða verksmiðjurnar því væntanlega að nota olíu til að bræða hluta loðnunnar á stærstu vertíð um árabil. 4

Mismunandi samningar
» Um 90% af samningum Landsvirkjunar um raforku eru um forgangsorku.
» Lítill hluti viðskiptavina hefur átt kost á skerðanlegri orku við hagstæðara verði. Þeir þurfa að sæta takmörkun á afhendingu ef aðstæður krefjast. Ekki hefur reynt á slíkt um árabil, þar til nú.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 472,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,87 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 608,07 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 439 kg
Ufsi 116 kg
Samtals 555 kg
22.7.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 1.879 kg
Samtals 1.879 kg
22.7.24 Tóki ST 100 Handfæri
Þorskur 159 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 13 kg
Samtals 185 kg
22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 472,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,87 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 608,07 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 439 kg
Ufsi 116 kg
Samtals 555 kg
22.7.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 1.879 kg
Samtals 1.879 kg
22.7.24 Tóki ST 100 Handfæri
Þorskur 159 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 13 kg
Samtals 185 kg
22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg

Skoða allar landanir »