Risaþurrkarar Héðins til Neskaupstaðar

Þurrkarar í fiskimjölverksmiðju Síldarvinnslunnar komu til landsins í vikunni.
Þurrkarar í fiskimjölverksmiðju Síldarvinnslunnar komu til landsins í vikunni. Ljósmynd/Jakob Valgarð Óðinsson

Þurrkarar vegna smíða nýrrar fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað voru afhentir á dögunum en þeir komu til landsins í vikunni, samkvæmt upplýsingum frá vélsmiðjunni Héðni sem annast verkefnið.

Þurrkararnir eru  hannaðir að fullu af Héðni en smíðaðir í Rúmeníu og eru þeir hluti af svokallaðri HPP próteinverksmiðju frá fyrirtækinu sem er byggð á íslensku verk- og hugviti í hátæknigeira og var í þróun hjá Héðni í um áratug. HPP er bæði til í útfærslu til að hafa um borð í skipum og á landi.

Samningar um uppsetningu á 380 tonna fiskimjölsverksmiðju á Neskaupstað voru undirritaðir í mars og er um að ræða um 1,7 milljarða króna framkvæmd.

Fyrsta fór í Sólbergið

Samkvæmt upplýsingum frá Héðni tekur HPP verksmiðja „að minnsta kosti 30 prósent minna pláss, er með 30 prósent færri íhlutum og eyðir 30 prósent minni orku en hefðbundnar fiskimjölsverksmiðjur.“ Fyrsta útgáfan af slíkri próteinverksmiðju var sett upp í Sólberg ÓF-1, sem Rammi hf. gerir út.

Fram kemur að „í hefðbundinni fiskimjölsverksmiðju eru 21 aðalhlutar og orka er sett inn á átta stöðum. Í HPP verksmiðjunni eru sjö aðalhlutar og orka er sett inn á tveimur stöðum. Vinnslugeta verksmiðjanna er frá 10 til 400 tonnum á dag, eftir stærð.“

Sólberg ÓF-1 í heimahöfn á Ólafsfirði.
Sólberg ÓF-1 í heimahöfn á Ólafsfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Sex milljarðar

Á undanförnum árum hafa vinsældir HPP verksmiðjunnar aukist og hefur Héðinn selt þær til útgerða og í landvinnslur í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi, Finnlandi, Frakklandi og Noregi. Verðmæti sölu til erlendra ríkja nemur um sex milljarða íslenskra króna.

Fjórar HPP verksmiðjur hafa verið seldar hér á landi meðal annars um borð í Ilivileq, sem Arctic Prime Fisheries á Grænlandi gerir út.

Þurrkararnir eru stórir.
Þurrkararnir eru stórir. Ljósmynd/Jakob Valgarð Óðinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Loka