Slæmt fyrir þjóðina að skipta yfir í olíu

„Þetta snertir ekki aðeins fyrirtækin heldur er það högg fyrir þjóðina að við skulum vera í þessari stöðu í landi sem er fullt af vatnsorku og orku úr öðrum endurnýjanlegum orkulindum sem við höfum ekki beislað. Það segir okkur að menn hljóta að þurfa að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, um takmörkun á raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Landsvirkjun hefur ákveðið að takmarka afhendingu á raforku til verksmiðjanna sem samið hafa um kaup á skerðanlegri raforku. Verður afhendingin takmörkuð við 25 megavött í janúar en á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 MW. Skerðingin getur því orðið 75%. Takmörkunin heldur áfram í vetur, ef aðstæður krefjast.

Mikil orkunotkun framundan

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að Landsvirkjun hafi verið búin að láta vita að það gæti komið til einhverra skerðinga en eftir sé að taka umræðu um þessar miklu skerðingar sem tilkynntar hafa verið.

Gunnþór bendir á að fiskimjölsiðnaðurinn sé langstærsti raforkunotandi landsins, fyrir utan stóriðjuna. Mikil orkunotkun er fram undan hjá verksmiðjunum vegna vona um bestu loðnuvertíð í tæpa tvo áratugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »