Áhöfnin í sóttkví og skipið sótthreinsað

Valtýr Auðbergsson og Arnar Richardsson að störfum við að sótthreinsa …
Valtýr Auðbergsson og Arnar Richardsson að störfum við að sótthreinsa Bergey VE. Fimm úr áhöfninni greindust smitaðir af Covid-19. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Fimm úr áhöfn Bergeyjar VE reyndust smitaðir af Covid-19 eftir að áhöfnin fór í PCR-próf í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar sem er móðurfélag Bergs-Hugins sem gerir skipið út.

Sagt var frá því á sunnudag að að minnsta kosti þrír í áhöfninni væru smitaðir eftir að hraðpróf voru framkvæmd um borð. Skipinu var því siglt til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem framkvæmd voru PCR-próf. Í gær var skipið sótthreinsað, en ekki er vitað hvenær verði haldið til veiða á ný.

„Það voru áhafnaskipti í Neskaupstað á fimmtudaginn. Einn sem var að koma í land fór að finna fyrir einkennum á föstudag og var þá kominn til Reykjavíkur. Hann fór í hraðpróf og reyndist þá jákvæður. Það var endurtekið þrisvar sinnum og skilaði alltaf jákvæðri niðurstöðu. Síðan fór hann í PCR-próf og þá var niðurstaðan staðfest. Þegar þarna var komið sögu fór öll skipshöfnin í hraðpróf um borð og þá reyndist annar jákvæður,“ er haft eftir Arnari Richardssyni, rekstrarstjóra Bergs-Hugins.

Hann segir Landhelgisgæslunni hafa strax verið gert viðvart um stöðu mála og að skipinu hafi verið snúið í átt að Vestmannaeyjum.

„Í Vestmannaeyjum var tekið PCR-próf af áhöfninni og þegar niðurstaðan úr því lá fyrir bættust tveir í hópinn þannig að alls voru þá smitaðir orðnir fimm talsins. Þegar í land kom fór öll áhöfnin í sóttkví og í gær var allt skipið sótthreinsað hátt og lágt. Það er alveg óvíst hvenær Bergey heldur til veiða á ný,“ segir Arnar.

Bergey VE 144.
Bergey VE 144. Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »