Hægt að mæla loðnustofninn á smábátum

Hugsanlega verður hægt í framtíðinni að sinna hluta af rannsóknum …
Hugsanlega verður hægt í framtíðinni að sinna hluta af rannsóknum á loðnustofninum á smábátum en hingað til hafa mælingar verið framkvæmdar á stærri skipum. mbl.is/sisi

Hafrannsóknastofnun hefur tekist að sýna fram á að hægt sé að sinna bergmálsmælingum á hluta af hrygningarstofni loðnu á afmörkuðum svæðum á smábátum. Tilraunamælingar fóru fram í sumar og hefur skýrsla um verkefnið verið birt á vef Hafrannsóknastofnunar.

Fram kemur að farið var í fjóra leiðangra á tveimur smábátum í Eyjafirði, Skjálfandaflóa, Öxarfirði og Þistilfirði í maí og júní 2021 í þeim tilgangi að afla gagna fyrir rannsóknir á hrygningargöngu loðnu. Benda mælingar til þess að „ekki hafi mikið magn loðnu gengið til hrygningar á viðkomandi svæðum fyrir norðan land á þeim tíma sem rannsóknin fór fram,“ segir í skýrslunni.

Megin hrygning loðnu við Ísland fer fram við suður- og vesturströndina í mars og apríl en þekkt hefur verið að loðna hrygnt fyrir norðan land fram eftir sumri. Skortur hefur hins vegar verið á upplýsingum um útbreiðslu og umfang hrygningarinnar, en með mælingunum var aflað upplýsinga um magn, ástand og framvindu hrygningar loðnunnar á svæðinu.

Þurfa nokkur ár

„Lífmassi kynþroska loðnu mældist samtals 505 tonn í bergmálsmælingunum. Því má ætla að ekki hafi mikið magn loðnu gengið til hrygningar á viðkomandi svæðum fyrir norðan land á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Einhver hrygning átti sér stað fyrir norðan land að minnsta kosti fram í júní en um var að ræða mjög lítið magn ef miðað er við stærð hrygningarstofns loðnu við Ísland og má því ætla að um óverulegt framlag til heildarstofnsins hafi verið að ræða,“ segir í skýrslunni.

Þá eru vísbendingar um að loðnugengd á þessum svæðum sem mælingar fóru fram hafi hugsanlega verið meiri undanfarin ár. „Sýnt var fram á að hægt er að nota smábáta með réttan búnað í slíkar rannsóknir en skoða þarf göngur og hrygningu loðnu með þessum hætti í nokkur ár til að meta breytileika í göngum og skilja í samhengi við t.d. ástandið í hafinu.“

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið sem hluta fjárfestingaátaks Alþingis vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 310,42 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 310,42 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »