Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, segir mörg mikilvæg verkefni bíða hennar í embætti og að mörg sóknarfæri séu í þeim málaflokkum sem hún fer nú með. Svandís viðurkennir þó að hún eigi eftir að sakna heilbrigðismálanna.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali í 200 mílum, sérblaði um sjávarútveg, sem fylgir Morgunblaðinu í dag.
„Það var náttúrlega mikil breyting við þessa nýju ríkisstjórn og margir ráðherrar sem breyttu um verkefni. Í mínu tilviki er þetta mjög mikil breyting, en um leið hangir þetta allt saman þegar öllu er á botninn hvolft,“ svarar Svandís spurð hvernig sé að taka við embættinu.
„Heilbrigðismálin eru málaflokkur sem er aðkallandi á öllum tímum og það eru alltaf brýn verkefni á borði heilbrigðisráðherra. Það er alveg sama hvenær það er og hver ráðherrann er, en þegar Covid bætist þar ofan á og allar þær ákvarðanir sem hefur þurft að taka – oft mjög hratt, oft þótt það væri helgi, jól eða hásumar – þá gildir að ráðfæra sig við okkar besta fólk og byggja á samstöðu bæði hjá stjórnvöldum og ekki síður hjá samfélaginu öllu. Þarna hefur verið mjög sterk tilfinning fyrir verkefninu öllu og það hefur verið gæfa okkar að hafa mjög öflugt fólk í öllum stöðum í þessari glímu. Mér fannst ekkert auðvelt að sleppa þessum málaflokki, en Willum [Þór Þórsson] er maður sem ég treysti mjög vel til að halda á þessu kefli,“ segir hún.
Svandís ræðir einnig um fiskeldismál, græn umskipti og stjórnmálalega nálgun sína svo eitthvað sé nefnt. Viðtalið má finna hér.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |