Nánast allur uppsjávarflotinn er byrjaður á loðnuveiðum. Skipin, um 20 talsins, voru í gær að veiðum í tveimur hópum úti af Norðausturlandi. Erfitt veður var á laugardag þó skipin væru að kasta og draga flottrollið, en skaplegra vinnuveður var á sunnudag og í gær.
Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, útgerðarstjóra uppsjávarskipa hjá Brimi hf., hafa skipin verið að fá 100-400 tonn í holi, mest fyrri hluta dags. Þau hafa oft fyllt sig á 4-5 dögum. Fyrir skip Brims er 7-8 tíma sigling til hafnar á Vopnafirði.
Búið er að landa rúmlega 35 þúsund tonnum af loðnu í haust, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu, en í hlut íslenskra skipa koma 662 þúsund tonn á vertíðinni. Fram kom á vef Síldarvinnslunnar á fimmtudag að þá kom Börkur NK með um 2.900 tonn til Seyðisfjarðar til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni þar. Þá hafði loðna ekki borist þangað í tæp fjögur ár, en 2017 tók verksmiðjan á móti 18.600 tonnum.
Hoffell SU, sem Loðnuvinnslan gerir út, var í gær á leið af Færeyjamiðum til Fáskrúðsfjarðar með kolmunna. Alls er kolmunnaafli ársins orðinn um 190 þúsund tonn, en Hoffell er aflahæðst íslenskra skipa með 24.700 tonn.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 498,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa | |
---|---|
Kolmunni | 1.703.780 kg |
Samtals | 1.703.780 kg |
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.065 kg |
Ýsa | 476 kg |
Keila | 242 kg |
Karfi | 102 kg |
Hlýri | 87 kg |
Ufsi | 4 kg |
Grálúða | 3 kg |
Samtals | 1.979 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 498,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa | |
---|---|
Kolmunni | 1.703.780 kg |
Samtals | 1.703.780 kg |
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.065 kg |
Ýsa | 476 kg |
Keila | 242 kg |
Karfi | 102 kg |
Hlýri | 87 kg |
Ufsi | 4 kg |
Grálúða | 3 kg |
Samtals | 1.979 kg |