Flest uppsjávarskipin á loðnu

Venus NS í leiðindaveðri á Breiðafirði.
Venus NS í leiðindaveðri á Breiðafirði. mbl.is/Börkur Kjartansson

Nánast allur uppsjávarflotinn er byrjaður á loðnuveiðum. Skipin, um 20 talsins, voru í gær að veiðum í tveimur hópum úti af Norðausturlandi. Erfitt veður var á laugardag þó skipin væru að kasta og draga flottrollið, en skaplegra vinnuveður var á sunnudag og í gær.

Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, útgerðarstjóra uppsjávarskipa hjá Brimi hf., hafa skipin verið að fá 100-400 tonn í holi, mest fyrri hluta dags. Þau hafa oft fyllt sig á 4-5 dögum. Fyrir skip Brims er 7-8 tíma sigling til hafnar á Vopnafirði.

Búið er að landa rúmlega 35 þúsund tonnum af loðnu í haust, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu, en í hlut íslenskra skipa koma 662 þúsund tonn á vertíðinni. Fram kom á vef Síldarvinnslunnar á fimmtudag að þá kom Börkur NK með um 2.900 tonn til Seyðisfjarðar til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni þar. Þá hafði loðna ekki borist þangað í tæp fjögur ár, en 2017 tók verksmiðjan á móti 18.600 tonnum.

Aflahæst í kolmunna

Hoffell SU, sem Loðnuvinnslan gerir út, var í gær á leið af Færeyjamiðum til Fáskrúðsfjarðar með kolmunna. Alls er kolmunnaafli ársins orðinn um 190 þúsund tonn, en Hoffell er aflahæðst íslenskra skipa með 24.700 tonn.

Hoffell SU er aflahæst í kolmunna.
Hoffell SU er aflahæst í kolmunna. mbl.is/Albert Kemp
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »