Sóknarfæri á Austurlandi í fiskeldi

Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Ice Fish Farm.
Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Ice Fish Farm. Mynd / Fiskeldi Austfjarða

Meirihluti hluthafa Laxa fiskeldis ehf. komst í gær að samkomulagi um að greiða atkvæði með kaupum norska félagsins Ice Fish Farm AS á Löxum en viðræður um mögulega yfirtöku hófust í sumar.

„Þetta er sóknarsamruni til að sækja fram og byggja upp það sem hvort fyrirtæki fyrir sig hefur verið að vinna í og nýta þau tækifæri sem bjóðast,“ segir Guðmundur Gíslason, forstjóri Ice Fish Farm, í samtali við blaðamann.

Samruni eykur afkastagetu

Ice Fish Farm, sem er móðurfélag Fiskeldis Austfjarða, hefur verið í miklu samstarfi við Laxa Fiskeldi sem elur lax og rekur þrjár seiðaeldisstöðvar í Ölfusi og sjókvíaeldi í Reyðarfirði. Saman reka fyrirtækin laxasláturhús á Djúpavogi með fyrirtækinu Búlandstindi.

Guðmundur segir marga kosti felast í sameinuðum kröftum fyrirtækjanna og samruninn muni meðal annars leiða af sér aukna yfirsýn, meiri afkastagetu og betra skipulag, en nú þegar hafi samvinna fyrirtækjanna á Djúpavogi borið mikinn árangur.

„Það er mjög mikilvægt að geta haft fulla stjórn á öllu ferlinu og fá að nýta öll tækifærin. [...] Þetta er stór, öflugur og fjárfestingafrekur iðnaður. Því meira sem við getum notað af framleiðslutækjum, þeim mun öflugri og meiri framleiðni næst út úr allri kökunni.“

Spurður út í mögulegar hagræðingar vegna yfirtökunnar ítrekar Guðmundur að um sóknarsamruna sé að ræða sem muni leiða til uppbyggingar frekar en eitthvað annað.

„Þetta er sóknarbolti. Við erum að sækja fram og okkur vantar frekar starfsfólk en að fækka því. Við erum að setja upp fleiri svæði og stækka. Það er sókn í gangi.“

Að sögn Guðmundar er nú verið að byggja upp öflugar seiðastöðvar sem framleiða stór seiði svo hægt sé að koma þeim í sjóinn á farsælan hátt og stytta eldistíma þar. Á þetta að minnka áhættu og tryggja betri árangur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg
15.11.24 Pálína Þórunn GK 49 Botnvarpa
Ýsa 158 kg
Karfi 158 kg
Samtals 316 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg
15.11.24 Pálína Þórunn GK 49 Botnvarpa
Ýsa 158 kg
Karfi 158 kg
Samtals 316 kg

Skoða allar landanir »