Hrefnur við Noreg eru nú taldar vera um 150 þúsund talsins, um 50 þúsund fleiri en áður var metið og er byggt á talningum á fimm ára tímabili 2014-19. Hrefna er eini hvalurinn sem Norðmenn veiða, en þeir eru auk Íslendinga eina Evrópuþjóðin sem heimilar slíkar veiðar, en reyndar hefur hrefna ekki verið veidd hér við land síðustu ár.
Ekki er talið að skýra megi fjölgun hrefnu við Noreg með fjölgun í stofninum á norðurslóðum. Frekar sé um að ræða breytingar í útbreiðslu tegundarinnar og fleiri hrefnur hafi verið á talningasvæði Norðmanna, að því er NRK Nordland í Noregi hefur eftir Arne Bjørge, sérfræðingi hjá norsku hafrannsóknastofnuninni.
Ráðgjöf vísindamanna fyrir næsta ár er um að leyfa veiðar á 917 hrefnum og er veiðunum skipt á fimm svæði, m.a. við Jan Mayen. Síðustu ár hafa norsk stjórnvöld heimilað veiðar á 1.278 hrefnum. Í ár veiddu Norðmenn 575 hrefnur og hafa ekki veitt svo mörg dýr síðan 2016.
Bjørn Rikard Andersen, skipstjóri á hvalveiðibát og formaður samtaka hrefnuveiðimanna, segir að það hafi orðið auðveldara með hverju árinu að skjóta hrefnur og þéttleikinn hafi aukist. Á vertíðinni síðasta vor veiddu þeir 46 dýr á 13 dögum fyrir utan Vardø í Finnmörku, en hvalurinn finnist víða.
Andersen leggur áherslu á að hrefnuveiðar séu svo takmarkaðar að þær hafi ekki nein áhrif á stofnstærðina.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |