„Loðnan er býsna brellin“

Bjarni Ólafsson AK að veiðum.
Bjarni Ólafsson AK að veiðum. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

Þrátt fyrri sögulega úthlutun loðnukvóta og hátt mat á viðmiðunarstofni loðnu hefur uppsjavarskipunum gengið misvel að ná aflanum. Skipinu sem fiskuðu best fengu um 500 tonn í gær en afli sumra skipa var allt niður í 200 tonn.

„Allur flotinn er hérna 50-60 mílur norðaustur af Langanesi. Við höfum ekki fundið mjög sterk lóð. Þetta eru svona grisjur sem menn eru að kasta í,“ segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, í færslu á vef Síldarvinnslunnar. „Það er þó dálítið misjafnt hve lóðið er sterkt og gærdagurinn var þokkalegur að því leyti enda fengu bæði Börkur og Beitir yfir 500 tonn í gær en aðrir minna. Mest hafa skip verið að fá upp í 600 tonn yfir daginn.“

Hann segir aðeins vera sex tíma á dag sem takist að draga með einhverjum árangri. „Þetta fer að skila einhverju um klukkan hálftíu til tíu á morgnana en svo er það búið um hálffjögur eða fjögur á daginn. Eftir það fæst varla nokkuð. Loðnan er býsna brellin og getur verið erfitt við hana að eiga. Menn verða að finna lóð og vera tilbúnir að kasta á morgnana.“

Skipin þvælast fyrir hvort öðru

„Það er þröngt um skipin á blettinum sem veitt er á og skipin reyna að stilla sér upp í röð en það vill verða svo að menn þvælast hver fyrir öðrum,“ útskýrir Þorkell sem segir alla leggja sig fram við þessar aðstæður.

„En þetta er svolítið snúið og það mætti vera meira veiðifjör. Það er alveg ljóst að megingöngurnar eiga eftir að koma og þá mun fjörið færast í leikinn. Annars ætla ég ekki að kvarta. Það skemmtilegasta sem ég geri er að veiða loðnu og menn eiga að vera glaðir að fá tækifæri til þess,“ segir Þorkell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »