Norrænir súðbyrðingar fá sess á skrá UNESCO

Hafliði Aðalsteinsson rær Sendlingi sem Ólafur Bergsveinsson langafi hans smíðaði …
Hafliði Aðalsteinsson rær Sendlingi sem Ólafur Bergsveinsson langafi hans smíðaði upphaflega fyrir rúmum 130 árum. Ljósmynd/Vitafélagið

Súðbyrðingur, smíði og notkun, fékk á þriðjudag sess á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, yfir óáþreifanlegan menningararf. Súðbyrðingur er sérstök norræn gerð báta, sem í tvö þúsund ár hefur skipt sköpum fyrir sjósókn Norðurlandanna. Súðbyrðingar geta verið margvíslegir eftir svæðum, en aðferðin við smíði þeirra er sú sama á Norðurlöndunum.

Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni sem samþykkt var á fundi Milliríkjanefndar um varðveislu menningarerfða í París. Vitafélagið – íslensk strandmenning hafði veg og vanda af undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands.

Hliðstæð Heimsminjaskránni

Í frétt á vef Stjórnarráðsins fagnar Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þessum áfanga. „Þessi viðurkenning er mikilvæg hvatning til okkar að standa vörð um og miðla menningararfinum – við berum ábyrgð á honum saman,“ er haft eftir Lilju. Hún þakkar félögum í Vitafélaginu fyrir þeirra frumkvæði og elju í verkefninu og fyrir að halda á lofti mikilvægi íslenskrar strandmenningar.

Skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkynsins er hliðstæð við hina þekktari Heimsminjaskrá UNESCO, segir í fréttinni. Önnur skráin heldur utan um heimsminjastaði en hin um lifandi hefðir og menningarerfðir. Með skráningunni staðfestir alþjóðasamfélagið að viðkomandi menningararf beri að varðveita fyrir ókomnar kynslóðir.

Smíði súðbyrðinga byggir á handverkshefð þar sem neðri brún fjalar leggst ofan á efri brún næstu fjalar fyrir neðan. Í upphafi voru borðin saumuð saman áður en trénaglar og síðar járn- og koparnaglar komu til sögunnar. Frá alda öðli hafa súðbyrðingar tengt saman samfélög stranda á milli, fært norrænar þjóðir út í heim og heiminn aftur til Norðurlandanna. Hefðin við smíði og notkun súðbyrðinga er meginþáttur strandmenningar okkar og er sameiginleg arfleifð Norðurlandanna, segir í fréttinni.

Vitafélagið – íslensk strandmenning, var stofnað árið 2003 sem frjáls félagasamtök og eru félagar nú á þriðja hundrað, einstaklingar, félagasamtök og stofnanir. Félagið hefur haft það að meginmarkmiði sínu að efla vitund Íslendinga um þau miklu menningarverðmæti sem liggja í og við strendur landsins. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.366 kg
Ýsa 486 kg
Þorskur 314 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 6.194 kg
5.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 7.039 kg
Skrápflúra 601 kg
Sandkoli 587 kg
Skarkoli 423 kg
Steinbítur 110 kg
Þorskur 22 kg
Samtals 8.782 kg
5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.366 kg
Ýsa 486 kg
Þorskur 314 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 6.194 kg
5.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 7.039 kg
Skrápflúra 601 kg
Sandkoli 587 kg
Skarkoli 423 kg
Steinbítur 110 kg
Þorskur 22 kg
Samtals 8.782 kg
5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg

Skoða allar landanir »