Loðnuvertíð ársins lýkur um helgina þegar jólafrí sjómanna hefst samkvæmt kjarasamningum. Sjómenn á uppsjávarskipum eiga frí frá og með 20. desember til og með 2. janúar. Veiðar mega því hefjast aftur 3. janúar. Flotinn var í gær 50-60 mílur norðaustur af Langanesi og hefur aflinn undanfarið oft verið 2-500 tonn á dag.
Nú er búið að veiða tæplega 40 þúsund tonn frá því að vertíðin hófst í síðasta mánuði, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. Hugsanlega vantar í þá tölu nýjustu löndunarskýrslur. Ljóst er að verk er að vinna fyrstu þrjá mánuði næsta árs við að veiða og vinna loðnuna, en heildarkvóti íslenskra skipa er 662 þúsund tonn. 17 skip hafa landað loðnu í haust og er Jón Kjartansson SU búinn að landa 4.223 tonnum.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram að undanfarna daga hefur loðnuveiðin gengið misjafnlega. Skipin eru yfirleitt að toga á litlum bletti þannig að það er þröng á þingi. Það virðist vera misjafnt hvernig skipin hitta á torfurnar og eins hefur gerð veiðarfæranna án efa einhver áhrif á árangurinn, segir á heimasíðunni.
Haft var eftir Þorkeli Péturssyni, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni, að einungis væri um dagveiði að ræða.
„Þetta fer að skila einhverju um klukkan hálftíu til tíu á morgnana en svo er það búið um hálffjögur eða fjögur á daginn. Eftir það fæst varla nokkuð. Loðnan er býsna brellin og getur verið erfitt við hana að eiga,“ sagði Þorkell.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |