Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið rannsókn á tildrögum strands grænlenska fiskiskipsins Masilik í nótt. Fulltrúar siglingasviðs eru með málið á sínum höndum en ekki fæst uppgefið á þessu stigi hver staða rannsóknarinnar sé.
Varðskipið Freyja og dráttarbáturinn Hamar voru kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var að grænlenska línuskipið Masilik, sem Royal Greenland gerir út, strandaði við Gerðistanga undan Vatnsleysuströnd.
Alls voru 19 um borð þegar skipið strandaði og voru allir fluttir yfir í Freyju seint í gærkvöldi en um tíma var talið að leki væri kominn upp í Masilik, en við nánari athugun reyndist svo ekki vera. Björgunarskipin Sjöfn, frá Ársæli á Seltjarnarnesi, og Stefnir, frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, sáu um að ferja áhöfnina í land ásamt því að að aðstoða Freyju með að koma dráttartaug yfir í línuskipið.
Vel gekk að losa skipið af strandstað í nótt og var skipið komið til hafnar um klukkan sjö í morgun.
Masilik var í slipp allan janúarmánuð á Akureyri, var þá stutt síðan skipið fékk á sig brot. Unnu starfsmenn Slippsins á Akureyri að endurbótum á klæðningum á vinnsludekki og það heilmálað. Skipið var jafnframt öxuldregið, unnið að ýmsum viðhaldsverkum í vélarrúmi og akkerishús lagfært.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |