Rannsókn hafin á strandi Masilik

Björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma dráttartaug yfir í línuskipið í …
Björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma dráttartaug yfir í línuskipið í nótt. Ljósmynd/Björgunarsveitin Ársæll

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið rannsókn á tildrögum strands grænlenska fiskiskipsins Masilik í nótt. Fulltrúar siglingasviðs eru með málið á sínum höndum en ekki fæst uppgefið á þessu stigi hver staða rannsóknarinnar sé.

Varðskipið Freyja og dráttarbáturinn Hamar voru kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var að grænlenska línuskipið Masilik, sem Royal Greenland gerir út, strandaði við Gerðistanga undan Vatnsleysuströnd.

Gerðistangi á Reykjanesi.
Gerðistangi á Reykjanesi. Kort/Map.is

Alls voru 19 um borð þegar skipið strandaði og voru allir fluttir yfir í Freyju seint í gærkvöldi en um tíma var talið að leki væri kominn upp í Masilik, en við nánari athugun reyndist svo ekki vera. Björgunarskipin Sjöfn, frá Ársæli á Seltjarnarnesi, og Stefnir, frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, sáu um að ferja áhöfnina í land ásamt því að að aðstoða Freyju með að koma dráttartaug yfir í línuskipið.

Vel gekk að losa skipið af strandstað í nótt og var skipið komið til hafnar um klukkan sjö í morgun.

Viðgerðir fyrr á árinu

Masilik var í slipp allan janúarmánuð á Akureyri, var þá stutt síðan skipið fékk á sig brot. Unnu starfsmenn Slippsins á Akureyri að endurbótum á klæðningum á vinnsludekki og það heilmálað. Skipið var jafnframt öxuldregið, unnið að ýmsum viðhaldsverkum í vélarrúmi og akkerishús lagfært.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »