Skora á Svandísi að taka á samkeppnishindrunum

FA og SFÚ telja mikinn aðstöðumun milli fiskvinnslna án útgerða …
FA og SFÚ telja mikinn aðstöðumun milli fiskvinnslna án útgerða og fiskvinnsla sem einnig gera út fiskiskip. Þetta segja samtökin skapa samkeppnishindranir sem þurfi að leiðrétta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag atvinnurekenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda skora á Svandísi Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að tryggja að í vinnu nefndar um framtíð íslensks sjávarútvegs verði skoðuð verðlagning afurða og leiðir til að rýmka reglur um kaup og sölu aflaheimilda.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi samtakanna tveggja, og 200 mílur hefur undir höndum, til ráðherrans í tilefni af þeim fyrirheitum sem gefin eru í stjórnarsáttmálanum um skipun nefndar sem gert er að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi, sem og meta þjóðhagslegan ávinning af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í bréfi samtakanna til Svandísar segir að mikilvægt sé að í störfum sínum taki nefndin sérstaklega fyrir starfs- og samkeppnisskilyrðum fiskvinnslna sem ekki reka útgerð og eru háðar fiskmörkuðum þegar kemur að hráefnisöflun.

„Eitt af því sem stendur rekstri þessara fyrirtækja fyrir þrifum er skert samkeppnisstaða vegna svokallaðrar tvöfaldrar verðlagningar í sjávarútvegi. Uppgjörsverð vinnslu- og útgerðarfyrirtækja í innri viðskiptum er mun lægra en verð það sem fæst fyrir fiskinn á fiskmörkuðum,“ segir í bréfinu.

Kvarta vegna áratugar aðgerðarleysis

Í bréfi samtakanna er vakin athygli á því að í kjölfar kvörtunar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sendi Samkeppniseftirlitið frá sér álit árið 2012, sem beint var til þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, Steingríms J. Sigfússonar. Í álitinu er meðal annars fjallað um samkeppnisstöðu samkeppnisstöðu útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda veiðar, gagnvart útgerðum sem bæði stunda veiðar og vinnslu.

Telja þau að samkeppnishindrun felist í að aðeins þeim sem eiga og reka fiskiskip sé heimilt að versla með aflaheimildir, sem er sagt valda því að vinnslur án útgerðar eiga erfiðara með að verða sér úti um hráefni.

Jafnframt er vakin athygli á skekkju í verðmyndun þar sem hvati er fyrir félög með útgerð og vinnslu að gefa upp sem lægst verð í innri viðskiptum. „Eftir því sem verð á aflanum sem seldur er til fiskvinnslu í eigu útgerðarfyrirtækis er lægra þeim mun lægri verður launakostnaður viðkomandi útgerðar og hafnargjöld af lönduðum afla.“ Auk þess sem þessi innri viðskipti eru sögð valda því að minni afli fari um fiskmarkaði sem skekki verðmyndun þar.

Fjórar leiðir til úrbóta

Samkeppniseftirlitið tilgreindi í áliti sínu fjórar mögulegar leiðir sem eiga að draga úr samkeppnishindrunum. Bent var á mögulegar milliverðlagningarreglur, jöfnun hafnargjalda milli útgerða sem stunda vinnslu og þeirra sem gera það ekki, að koma í veg fyrir áhrif útgerða á verðlagstofuverð og auka heimildir til verslun með aflaheimildir.

Í fyrsta lagi að komið verði á sérstökum milliverðlagningarreglum sem hafa það aðmarkmiði að verðlagning í innri viðskiptum á milli útgerðar- og fiskvinnsluhluta verði eins og um viðskipti milli tveggja óskyldra aðila sé að ræða. Í öðru lagi er lagt til að hafnargjöld verði jöfnuð með því að viðmið um gjaldtöku miðist frekar við til að mynda landað magn eða fiskverð sem væri ákveðið af óháðum opinberum aðila.

Þá er getur ráðherra beitt sér fyrir breytingum á lagalegri umgjörð Verðlagsstofu skiptaverðs þannig að fulltrúar útgerðanna komi ekki lengur með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð, sem stuðst er við í innri viðskiptum samþættra sjávarútvegsfyrirtækja.

Að lokum er bent á að hægt sé að auka heimildir til kvótaframsals. Slík breyting væri til þess fallin að jafna aðstöðumun fiskvinnslna án útgerðar gagnvart fiskvinnslu samþættra útgerða til að verða sér út um hráefni til vinnslunnar.

Vilja samráð

„Samtökin skora á ráðherra að tryggja að horft verði til tvöföldu verðlagningarinnar og þeirra samkeppnishindrana sem raktar voru í áliti Samkeppniseftirlitsins, í vinnu nefndarinnar. Þau mælast jafnframt til þess að haft verði samráð við sérhæfðu fiskvinnslurnar og samtök þeirra og leitað eftir sjónarmiðum þeirra í vinnu nefndarinnar,“ segir í bréfi samtakanna til Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hafnargjöld eru rukkuð á grundvelli aflaverðs en verðið er mun …
Hafnargjöld eru rukkuð á grundvelli aflaverðs en verðið er mun minna þegar er um innri verðlagningu samþættrar útgerðar að ræða. mbl.is/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »