Smábátahöfn Snarfara stækkuð

Bátum í Snarfarahöfn hefur fjölgað mikið og er nú stefnt …
Bátum í Snarfarahöfn hefur fjölgað mikið og er nú stefnt að því að fjölga bátastæðum svo um munar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að aug­lýsa breyt­ingu á deili­skipu­lagi Voga­byggðar, svæði 5. Breyt­ing­in felst í því að smá­báta­höfn Snar­fara verður stækkuð og dýpkuð og við það mun báta­stæðum fjölga úr 152 í 250. Mik­il þörf er á stækk­un.

Hluti hafn­argarðs, sem ligg­ur í aust­ur-vest­ur­stefnu verður fjar­lægður og hafn­argarður sem ligg­ur í norður-suður­stefnu verður lengd­ur til norðurs, sam­kvæmt nýja skipu­lag­inu. Flot­bryggj­ur lengj­ast og lóð smá­báta­hafn­ar­inn­ar stækk­ar.

Snar­fari er fé­lag sport­báta­eig­enda. Báta­floti fé­lags­manna hef­ur stækkað svo mikið á und­an­förn­um árum að höfn fé­lags­ins hef­ur ekki rúmað þá alla. Því var orðin mik­il þörf á stækk­un hafn­ar­inn­ar, svo fleiri bát­ar kom­ist þar fyr­ir.

Sigurjón Sigurðsson athugar festingar á bát sínum Sædísi í Snarfarahöfn.
Sig­ur­jón Sig­urðsson at­hug­ar fest­ing­ar á bát sín­um Sæ­dísi í Snar­fara­höfn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Við af­greiðslu máls­ins í borg­ar­ráði bókuðu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins að leggja yrði ríka áherslu á fullt sam­ráð við Haf­rann­sókna­stofn­un vegna leng­ing­ar á hafn­argarði við smá­báta­höfn­ina með til­liti til áhrifa sem kunna að verða á laxa­gengd í Elliðaán­um.

Voga­byggð, svæði 5, er við vest­an­verðan Elliðaár­vog. Frá landi er hár og bratt­ur fjöru­kamb­ur sem kall­ast Háu­bakk­ar og er friðlýst nátt­úru­vætti. Fjar­an við Háu­bakka að Gelgju­tanga er það sem er eft­ir af nátt­úru­legri fjöru við Elliðaár­vog. Land­fyll­ing, nú nefnd Fley­vang­ur, í vest­an­verðum Elliðaár­vogi var mótuð á 7. til 9. ára­tug síðustu ald­ar. Um land­fyll­ing­una liggja stofn­lagn­ir frá­veitu­kerf­is borg­ar­inn­ar. Nyrst er smá­báta­höfn og aðstaða á landi fyr­ir starf­semi Snar­fara.

Fjöl­breytt strand­lína

Fram kem­ur í deili­skipu­lags­lýs­ing­unni að gróðurfar sé eins­leitt, aðallega graslendi, runn­ar og ein­staka tré. Svæðið hafi mjög langa og fjöl­breytta strand­línu, nátt­úru­lega, mann­gerða og hafn­ar­mann­virki. Sérstaða svæðis­ins fel­ist meðal ann­ars í mis­mun­andi teg­und­um vatns sem um­lykja svæðið, þ.e. sjór, renn­andi ferskvatn Elliðaáa og ósum þar sem straum­ar salt- og ferskvatns mæt­ast.

„Sérstaða svæðis­ins er að það er opið strandsvæði á mörk­um vog­ar og dals, þar sem byggt borg­ar­sam­fé­lag og nátt­úru­legt um­hverfi mæt­ast. Það býður upp á mikla mögu­leika fyr­ir mennta­svæði, úti­vist og nátt­úru­upp­lif­un,“ seg­ir þar.

Stækk­un og dýpk­un smá­báta­hafn­ar ásamt breyt­ingu á legu Nausta­vog­ar kall­ar á land­fyll­ing­ar og rösk­un hafs­botns í Elliðaár­vogi. Al­menn­ur göngu­stíg­ur og án­ing­arstaðir verði ofan á hafn­argarðinum. Fram­kvæmd­ir við hafn­argarðinn og dýpk­un smá­báta­hafn­ar geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar á svæðinu. Fram­kvæmda­tími skal tak­mark­ast við þann tíma sem ekki er fiski­gengd í Elliðaár og skal haft sam­ráð við Haf­rann­sókna­stofn­un um til­hög­un fram­kvæmda. Við upp­bygg­ingu á svæðinu skal sér­stak­lega hugað að hættu vegna sjáv­ar­flóða og er það á ábyrgð lóðar­hafa að gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir til að draga úr tjóni vegna þeirra.

Snarfarahöfn er við Vogabyggð.
Snar­fara­höfn er við Voga­byggð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ekki eru heim­ild­ir til að stækka nú­ver­andi fé­lags­heim­ili Snar­fara en breyta má notk­un þess. Af­markaður er bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir nýtt og stærra fé­lags­heim­ili, allt að tvær hæðir. Heim­ilt er að stækka eða end­ur­byggja verk­stæði fé­lags­ins að bryggju og af­markaður er bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir nýtt og stærra verk­stæðis­hús fyr­ir þjón­ustu skemmti­báta.

Það er við hæfi að ör­nefni í Voga­byggð 5 séu tengd sjón­um og út­gerð. Nýr skóli verður á tanga í Elliðaárós­um sem kallaður er Fley­vang­ur. Ný göngu- og hjóla­brú yfir Ketil­bjarn­ars­íki mun tengja börn og aðra íbúa Voga­byggðar við nýja skóla­bygg­ingu, úti­vist­ar­svæðið á Fley­vangi og aðra borg­ar­hluta. Á Fley­vangi verður út­búið nýtt torg, Vörpu­torg.

Bát­ar af öll­um gerðum

Um aðstöðuna við Elliðavog er í gildi samn­ing­ur milli Snar­fara og Reykja­vík­ur­borg­ar til árs­ins 2036.

Mótor­bát­ar af öll­um stærðum og gerðum eru í Snar­fara. RIB-bát­ar, trill­ur, hraðbát­ar og fleiri teg­und­ir má sjá á svæðinu, að því er fram kem­ur á heimasíði fé­lags­ins. Þá eru um 30 seglskút­ur skráðar í Snar­fara af öll­um stærðum og gerðum.

Fé­lags­líf er öfl­ugt. Má þar til nefna sam­sigl­ing­ar um Sund­in við ýmis til­efni, Hvamms­vík­ur­hátíð og Þer­n­eyj­ar­grill.

Fyr­ir utan aðstöðuna í Nausta­vogi er fé­lagið með og rek­ur bryggju í Viðey, fljót­andi pramma við Þer­ney, ból við Flat­ey og tvö ból við Elliðaey í Breiðafirði. Einnig bryggju í Hvamms­vík í Kjós en þar er aðgengi að raf­magni. Þessi aðstaða er fé­lags­mönn­um að kosnaðarlausu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 7.096 kg
Samtals 7.096 kg
7.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.865 kg
Langa 765 kg
Ufsi 245 kg
Karfi 200 kg
Samtals 4.075 kg
7.3.25 Tasiilaq Gr-06-041 (OZEN ) GL 999 Nót
Loðna 289.284 kg
Þorskur 105 kg
Ufsi 88 kg
Ýsa 51 kg
Grásleppa 5 kg
Samtals 289.533 kg
7.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 964 kg
Samtals 964 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 7.096 kg
Samtals 7.096 kg
7.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.865 kg
Langa 765 kg
Ufsi 245 kg
Karfi 200 kg
Samtals 4.075 kg
7.3.25 Tasiilaq Gr-06-041 (OZEN ) GL 999 Nót
Loðna 289.284 kg
Þorskur 105 kg
Ufsi 88 kg
Ýsa 51 kg
Grásleppa 5 kg
Samtals 289.533 kg
7.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 964 kg
Samtals 964 kg

Skoða allar landanir »