Loðna brædd í verksmiðjunum fram undir jól

Í gærmorgun kom uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, til Akureyrar.
Í gærmorgun kom uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, til Akureyrar. mbl.is/Þorgeir

Loðnuskipin hafa komið hvert af öðru til hafnar frá Þórshöfn til Vestmannaeyja og eru sjómenn í jólaleyfi til og með 2. janúar. Líklegt er að verksmiðjurnar verði í gangi fram undir jól þar sem talsverðum afla var landað síðustu daga. Heildaraflinn á vertíðinni, sem hófst í síðasta mánuði, er orðinn um 60 þúsund tonn.

Íslensku skipin mega veiða alls 662 þúsund tonn á vertíðinni og til viðbótar mega erlend skip veiða 240 þúsund tonn. Hlutur Norðmanna er alls rúmlega 145 þúsund tonn og síðasta vetur komu um 60 norsk skip hingað til veiða. Mest mega 30 norsk skip vera að veiðum í einu og þau mega aðeins veiða með nót. Norðmenn hafa ekki heimild til veiða við landið lengur en til og með 22. febrúar og mega ekki veiða fyrir sunnan línu, sem er dregin beint í austur frá punkti sunnan Álftafjarðar.

Líklegt er að norsku skipin birtist á miðunum undir lok janúar, en eftir er að koma í ljós hvort afli þeirra verði unnin í íslenskum verksmiðjum eða í Noregi. Þá eiga Grænlendingar og Færeyingar dágóða kvóta, og einnig skip frá löndum Evrópusambandsins, og ljóst er að líf og fjör verður á loðnumiðum eftir áramót.

Um tólf þúsund tonnum var landað í fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði um nýliðna helgi, um sex þúsund tonnum í hvora þeirra. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er haft eftir verksmiðjustjórunum, Hafþóri Eiríkssyni í Neskaupstað og Eggert Ólafi Einarssyni á Seyðisfirði, að ljómandi vel gangi að vinna loðnuna. Gert er ráð fyrir að vinnslu verði lokið í báðum verksmiðjum fyrir jólahátíðina og engin vinnsla fari fram á milli hátíða. Samtals hafa verksmiðjur Síldarvinnslunnar tekið á móti 21.700 tonnum.

Bjarni Ólafsson, Barði, Blængur og Beitir við bryggju í Neskaupstað …
Bjarni Ólafsson, Barði, Blængur og Beitir við bryggju í Neskaupstað í gær. Blængur var nýkominn úr túr í Barentshafið, en hin skipin voru á loðnuveiðum. Við bryggju verksmiðjunnar má sjá mjölskip. Sólin kitlar fjallstoppana í veðurblíðunni fyrir austan en geislar hennar sjást í bænum seint í janúar. Ljósmynd/Smári Geirsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »