Þorskurinn í algerum sérflokki

Þorskurinn er með mikla yfirburði í samanburði við aðrar tegundir …
Þorskurinn er með mikla yfirburði í samanburði við aðrar tegundir þegar kemur að útflutningsverðmætum. Ljósmynd/Sindri Swan

Þorskurinn er í sérflokki þegar kemur að útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda sem veiddar eru af íslenskum skipum. Samanlögð verðmæti þeirra 15 fisktegunda sem næstar koma duga ekki til að jafna við þorskinn.

Fiskveiðiárið 2020-21 var verðmæti afurða sem eru unnar úr þorski alls tæpir 136 milljarðar króna eða um 47% útflutningsverðmæta sjávarafurða. Í heild var útflutningsverðmæti sjávarafurða rúmur 291 milljarður, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt út og seld á erlendum mörkuðum.

Afurðir þorsks eru fjölbreyttar og mjög misverðmætar, eins og sjá má í gögnum á Radarnum, mælaborði sjávarútvegsins á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Um 80% af þorskafurðum voru flutt út til Evrópulanda á síðasta fiskveiðiári, bæði miðað við verðmæti og magn. Sú hlutdeild er á svipuðu róli og hún hefur verið á þessari öld.

Mynd/mbl.is

Franski markaðurinn hefur sífellt orðið mikilvægari undanfarinn áratug, bæði í magni og verðmæti, og frá og með 2017 verið stærsti markaðurinn fyrir íslenskar þorskafurðir. Það kemur heim og saman við þá miklu aukningu sem orðið hefur í framleiðslu á ferskum afurðum, segir á heimasíðu SFS.

Miðað við útflutningsverðmæti þorskafurða á síðasta fiskveiðiári var hlutdeild franska markaðarins um 24%, en miðað við magn var hlutdeildin rúm 17%. Næststærsti markaðurinn fyrir þorskafurðir er Bretland, en fram til 2017 var Bretland stærsta viðskiptaland Íslendinga með þorskafurðir. Spánn er í þriðja sæti og þangað fer mikið af söltuðum afurðum. Bandaríkin koma þar á eftir og stöðug aukning hefur verið á útflutningi þangað og til Kanada.

Ýsan í öðru sæti, en stórt ár fram undan í loðnu

Á síðasta fiskveiðiári fór ýsan í tæpa 22 milljarða og er í öðru sæti á verðmætalistanum. Af öðrum bolfisktegundum koma karfi, ufsi, grálúða, steinbítur, skarkoli og langa í næstu sætum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem sýnir þær tegundir sem skiluðu mestum verðmætum. Humar hefur gefið mikið eftir síðustu ár eftir hrun í stofninum og útflutningsverðmæti grásleppuafurða minnkaði einnig svo dæmi séu tekin.

Loðnan var í þriðja sæti á síðasta fiskveiðiári með um 21 milljarð í verðmæti. Loðnan mun vafalítið taka fram úr ýsunni á þessu fiskveiðiári því heimildir Íslendinga í loðnu tæplega tífaldast á milli ára, fara úr um 70 þúsund tonnum í rúm 662 þúsund tonn. Áætlað hefur verið að verðmæti loðnuafurða á vertíðinni sem er að fara í gang gæti orðið um 60 milljarðar.

Loðnuhrogn er verðmæt afurð.
Loðnuhrogn er verðmæt afurð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fiskveiðiárinu 22/23 gæti loðnan farið langt með að halda sínum hlut því einnig er útlit fyrir sterka vertíð að ári.

Ekki er óalgengt að sveiflur séu í veiðum á uppsjávartegundum, en makríll, síld og kolmunni skila eins og loðnan miklum tekjum í þjóðarbúið. Ef litið er á þróun síðustu ára má sjá að útflutningstekjur af makríl hafa farið minnkandi og sömu sögu er að segja af kolmunna.

Tugir tegunda úr sjónum

Afurðir úr tugum tegunda úr lífríki sjávar voru fluttar út á fiskveiðiárinu og á lista um útflutningsverðmæti má sjá ýmsar tegundir sem ekki eru á hverjum degi á matborði Íslendinga. Þannig skilaði þykkvalúra eða sólkoli, sem er flatfiskur af flyðruætt, 375 milljónum í útflutningsverðmæti á síðasta fiskveiðiári. Frænka hennar langlúran skilaði 261 milljón og á milli þeirra er gulllax með 300 milljónir. Skötuselur skilaði 247 milljónum, lúða 242 milljónum, keila 222 milljónum og ígulker voru með sléttar 200 milljónir í útflutningsverðmæti.

Ekki má gleyma sæbjúgum, en þegar mest var flutt út af þeim fóru verðmætin yfir tvo milljarða árið 2019. Takmarkanir á veiðum og síðan erfiðleikar á mörkuðum vegna kórónufaraldursins hafa leitt til þess að útflutningsverðmætið hefur minnkað í um 400 milljónir króna. Langmest er flutt út af sæbjúgum til Kína.

Töluvert var flutt út af sæbjúgum.
Töluvert var flutt út af sæbjúgum. Ljósmynd/Davíð Freyr

Mest í botnvörpu

En aftur að þorskinum.

Í kafla um veiðar í tækniskýrslu sem fylgdi ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar í sumar kemur fram að stærsti hluti þorskaflans er veiddur í botnvörpu, línu og net. Norðvestan við landið er þorskurinn aðallega veiddur í botnvörpu en í net á hrygningartíma sunnan og vestan við landið. Hlutfall þess afla sem veiðist í net hefur minnkað stöðugt undanfarna áratugi en á móti hefur hlutfall línuafla aukist. Aukninguna má rekja til stærri línubáta þar sem línan er beitt sjálfvirkt en það hefur gert þeim kleift að veiða dýpra.

Af þeim 270 þúsund tonnum sem íslensk skip veiddu árið 2020 voru 144 þúsund tonn veidd í botnvörpu, 68 þúsund á línu, 20 þúsund í net, 16 þúsund í dragnót og 22 þúsund tonn voru veidd á annan hátt. Síðustu þrjú ár hefur ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í þorski farið lækkandi og ráðherra hefur fylgt henni við ákvörðun um aflamark. Fyrir yfirstandandi fiskveiðiár er aflamarkið 222 þúsund tonn, en var 272 þúsund tonn fiskveiðiárið 2019-20.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »