Hlutdeild Ameríku í útflutningi á sjávarafurðum frá Íslandi fór í rúm 4% á árinu 2011. Frá þeim tíma hefur útflutningur til Ameríku nánast stöðugt verið á uppleið. Fyrstu 10 mánuði þessa árs var Ameríka með tæp 13% af verðmæti útfluttra sjávarafurða, það hæsta frá 2002. Um 97% af verðmætum íslenskra sjávarafurða sem flutt eru til Ameríku fara til Bandaríkjanna og Kanada, að því er fram kemur á Radarnum.
Bandaríkin eru nú þriðja stærsta viðskiptaland Íslendinga með sjávarafurðir miðað við verðmæti, þriðja árið í röð. Árið 2011 voru þau í 12. sæti. Á þessari öld hefur útflutningur til Kanada aldrei verið meiri en í ár. Kanada er 11. stærsta viðskiptaland Íslendinga með sjávarafurðir í ár, en fyrir áratug var það í 27. sæti.
Þorskurinn er fyrirferðarmestur í útflutningi til Ameríku, svo ýsan og þar ræður ferskleiki ríkjum í báðum tilvikum. Aukinn áhugi Bandaríkjamanna á Íslandi hefur leitt til þess að mikið rými hefur skapast í fraktflugi.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða til Ameríku var komið í rúma 30 milljarða króna fyrstu 10 mánuði ársins, sem er um 19% aukning frá sama tímabili í fyrra í krónum talið. Sé leiðrétt fyrir gengi krónunnar gagnvart dollar er aukningin talsvert meiri, eða 28%.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |