Ekkert banaslys á sjó það sem af er ári

Skemmdir urðu á stefni Dala-Rafns VE eftir að skipið sigldi …
Skemmdir urðu á stefni Dala-Rafns VE eftir að skipið sigldi utan í Elliðaey í janúar. Við ásiglinguna kom mikið högg á skipið og einn skipverji handleggjsbrotnaði. Skipið strandaði ekki og var því siglt til hafnar í Eyjum.

Hvað varðar slys á fólki hefur árið verið án stóráfalla í íslenska fiskiskipaflotanum. Til þessa hefur ekkert banaslys orðið á sjó, en nokkrir dagar eru eftir af árinu. Ævinlega róa einhverjir bátar í kringum hátíðar og slysin gera ekki boð á undan sér.

Árið 2008 varð ekkert banaslys á sjó við landið og hefur verið haft á orði að það hafi verið fyrsta árið síðan um landnám að slíkt slys hafi ekki orðið. Mörg ár síðustu aldar fórust tugir og jafnvel hundruð sjómanna. Árin 2011 og 2014 voru einnig án banaslysa og sömuleiðis fjögur ár í röð 2017 til 2020, samkvæmt ársyfirliti siglingasviðs rannsóknanefndar samgönguslysa.

Skuggar hvíla yfir

Sá skuggi hvílir þó yfir að 2018 lést maður í Sundahöfn sem hafði unnið að viðgerðum um borð í báti og er talið að hann hafa fallið útbyrðis í prufusiglingu og bandarískur ferðamaður fórst við köfun við Hjalteyri í september 2019. Í maí 2020 var gerð umfangsmikil leit í Vopnafirði að 18 ára sjómanni, en hann féll útbyrðis af fiskiskipinu Erlingi KE-140. Leitin bar ekki árangur, en líkamsleifar hans fundust í Vopnafirði 1. apríl í ár. Það mál kom ekki til kasta RNSA.

Margir samverkandi þættir eru að baki þeim árangri að fækka alvarlegum slysum í íslenska flotanum. Nefna má vaktstöð siglinga, Slysavarnaskóla sjómanna, hærri starfsaldur til sjós, nákvæmari veðurspár en áður var og stærri og betur útbúin skip með fullkomnara öryggisstjórnunarkerfi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið óspör á að koma með tillögur í öryggisátt vegna mála sem ratað hafa á borð þess.

Jón Árelíus Ingólfsson, rannsóknastjóri RNSA, nefndi einnig kvótakerfið fyrir tveimur árum þegar hann var beðinn að telja upp nokkra þætti, sem hefðu leitt til aukins öryggis á sjó:

„Það á örugglega sinn þátt í að meiri skynsemi er í sókninni heldur en áður. Nú vita útgerðir og skipstjórar hver þeirra hlutur er og menn þurfa ekki að sperra sig til að ná í fiskinn og vinnslan stýrir oft sókninni,“ sagði Jón Árelíus fyrir tveimur árum, en hann lætur af störfum sem rannsóknastjóri um áramót.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,77 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,77 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »