Svandís svarar ekki fyrir skýrslu Kristjáns

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- landbúnaðar- og matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- landbúnaðar- og matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist í svari sínu við fyrirspurn frá Hönnu Katrínu Friðriksson, ekki geta svarað fyrir verklag eða vinnu sem unnin var við skrif skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. 

Fyrirspurn Hönnu Katrínar fjallaði um skýrslu sem skrifuð var að hennar beiðni og samþykkt af Alþingi um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Nokkur bið var eftir skýrslunni sem dreift var á Alþingi 25. ágúst, eftir að Alþingi lauk störfum fyrir kosningar. Ríkisskattstjóri vann skýrsluna fyrir ráðherra.  

Bar fyrir sig Persónuvernd

Taldi Hanna Katrín ekki allar upplýsingar hafa fengist sem beðið var um í skýrslunni og benti einnig á rangfærslur í henni. Vísaði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, á Persónuvernd inntur eftir því hvers vegna engar fjárhagsupplýsingar væri að finna í skýrslunni. 

Persónuvernd bar af sér þær sakir að hafa haft afskipti af skýrslugerðinni og skrifaði bréf til ráðuneytisins þar sem áréttað var að upplýsingar um hlutafjáreign teldust ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga. 

Kristján Þór sagði það rógburð að saka sig eða ráðuneytið um að leyna upplýsingum. Síðar kom í ljós að ýmsar fjárhagsupplýsingar höfðu verið í skýrsludrögum sem síðar voru teknar út áður en skýrslan var birt.

Vildi viti hvað lægi að baki

Hanna Katrín hefur þá freistað þess að komast til botns í málinu og sendi fyrirspurn á nýjan ráðherra um vinnu við skýrslugerðina. Þar spurði hún meðal annars hvað legið hefði að baki þeirri ákvörðun að fella út upplýsingar um fjárfestingar hvers útgerðarfélags og tengdra félaga, sem finna mátti í skýrsludrögum sem ríkisskattstjóri sendi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í júlí sl., úr skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi áður en hún var lögð fyrir Alþingi.

Þá var spurt enn frekar:

Hvers vegna skilaði þáverandi ráðherra skýrslunni í þeirri mynd enda þótt í greinargerð skýrslubeiðninnar væri tekið fram að mikilvægt væri að taka saman upplýsingar um eignarhluti 20 stærstu útgerðarfélaganna og tengdra aðila í óskyldum atvinnurekstri með greiningu á fjárfestingum þeirra?

Á grundvelli hvaða ráðgjafar taldi þáverandi ráðherra sér óheimilt að birta hluta umbeðinna upplýsinga? Er ráðherra sammála því mati?

Ásamt því var spurt út í tafir við vinnslu skýrslunnar. 

Svör Svandísar Svavarsdóttur, núverandi sjávarútvegsráðherra, bárust Alþingi á miðvikudag. Þar segir hún í stuttu máli að hún geti ekki svarað fyrir ákvarðanir sem teknar voru í ráðherratíð annars ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,23 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,23 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »