Hafnaryfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð hafa gengið frá samningi við Northern Energy & Supply um að þjónustuskipinu Northern Skagerrak verði á fyrri hluta næsta árs breytt í tengiltvinnskip sem verður mestmegnis knúið rafmagni en mun einnig styðjast við vél sem gengur fyrir lífdísil.
Fram kemur í tilkynningu á vef Gautaborgarhafnar að áætlað sé að með breytingunum megi minnka árlega losun koltvísýrings um 680 tonn. Northern Skagerrak er 45,99 metra langt skip, 9,6 metra breitt og 499 brúttótonn.
Hlutverk skipsins er að dæla úrgangi úr skipum sem koma til Gautaborgar og færa til sérstakrar förgunar. Um er að ræða uppsafnað mengað vatn sem inniheldur blöndu af olíuleifum, hreinsi- og leysiefnum. Skipin skila affallsblöndunni til hafnar sem síðan er flutt í hreinsistöð þar sem olía og þungmálmsmengun eru skilin frá vatninu. Öllum höfnum í Svíþjóð er skylt að taka við úrgangi af þessum toga.
„Markmið okkar hjá hafnarstjórn Gautaborgar er að draga úr kolefnislosun í höfninni um 70% fyrir árið 2030. Northern Skagerrak mun þjóna um 6.000 skipum sem koma til hafnar á ári hverju og umbreytingin í tengiltvinn er mikilvægt skref í rétta átt,“ segir Erik Waller aðstoðarhafnarstjóri í tilkynningunni.
Engin tengiltvinnsip eru starfrækt hér á landi en Fiskeldi Austfjarða festi í byrjun árs kaup á tveimur fóðurprömmum sem eru búnir tengiltvinnvélum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |