Nýtt skip sniðið að aðstæðum

Ef allt fer að óskum bætist skip við flota Skinneyjar-Þinganess …
Ef allt fer að óskum bætist skip við flota Skinneyjar-Þinganess vorið 2024. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á vor­mánuðum 2024 er nýtt upp­sjáv­ar­skip vænt­an­legt til Horna­fjarðar, en Skinn­ey-Þinga­nes hef­ur samið við skipa­smíðafyr­ir­tækið Kar­sten­sens í Ska­gen í Dan­mörku um smíði á nýju skipi.

Skipið er hannað með það í huga að djúprista þess verði sem minnst og seg­ir Aðal­steinn Ing­ólfs­son for­stjóri að for­senda þess að nú sé ráðist í smíði nýs skips sé að farið verði í dýpk­un og aðrar nauðsyn­leg­ar aðgerðir á Grynnsl­un­um utan við Horn­ar­fjarðarós. Þær virðist vera í aug­sýn og eft­ir því sem hann viti best sé Vega­gerðin að und­ir­búa útboð í verk­efnið.

Sér­hannað af Kar­sten­sens

Nýja skipið verður 75,40 metr­ar á lengd, breidd­in 16,50 metr­ar og djúprist­an 6,50 metr­ar. Þá er miðað við að í skip­inu verði um tvö þúsund tonn, en lest­ir skips­ins verða um 2.400 rúm­metr­ar. Tvö upp­sjáv­ar­skip eru nú í flota fyr­ir­tæk­is­ins og rist­ir Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF 250 um 7,40 metra og Jóna Eðvalds SF 200 um 6,60 metra.

Nýja skipið er sér­hannað af Kar­sten­sens fyr­ir Skinn­ey-Þinga­nes og kom danska fyr­ir­tækið með til­lögu að nýju skipi með þessa eig­in­leika. Aðal­steinn seg­ir að það sé á marg­an hátt svipað og Vil­helm Þor­steins­son EA og Börk­ur NK, sem komu ný til lands­ins fyrr á þessu ári, bæði smíðuð hjá Kar­sten­sens. Skip Horn­f­irðinga er þó held­ur styttra og botn­lagið aðeins öðru­vísi.

Aðal­steinn seg­ir að end­an­legt verð fyr­ir skipið liggi ekki fyr­ir, en eft­ir er að velja vél­ar­gerð, spil og ýms­an ann­an búnað. Smíði skrokks skips­ins byrj­ar upp úr miðju ári í stöð Kar­sten­sens í Póllandi. Þaðan verður það dregið til Ska­gen þar sem smíðinni verður lokið.

Skinney-Þinganes hefur gengið frá samningum um nýsmíði.
Skinn­ey-Þinga­nes hef­ur gengið frá samn­ing­um um ný­smíði. Teikn­ing/​Skinn­ey-Þinga­nes

Eldri skip­in mikið end­ur­nýjuð

Jóna Eðvalds var smíðuð í Flekk­efjord í Nor­egi 1975 fyr­ir norska út­gerð og bar áður nöfn­in Kross­ey SF, Björg Jóns­dótt­ir ÞH og Bir­ke­land. Ásgrím­ur Hall­dórs­son var smíðaður á sama stað árið 2000 fyr­ir skoskt fyr­ir­tæki og hét áður Luna­bow.

Bæði skip­in hafa verið mikið end­ur­nýjuð að sögn Aðal­steins Hann nefn­ir að búið sé að taka Jónu tvisvar í gegn. Hús­vík­ing­ar hafi sett nýtt stýris­hús á skipið, vél­ar og spil hafi verið end­ur­nýjuð og hluti íbúða tek­inn í gegn. Skinn­ey-Þinga­nes hafi end­ur­nýjað íbúðir, kælitanka og fleira þannig að í raun sé ekki mikið upp­runa­legt í skip­inu. Ásgrím­ur og Jóna bera um 1.500 tonn í kælitönk­um, en nýja skipið verður tals­vert burðarmeira.

Aðal­steinn seg­ir að inn­sigl­ing­in til Hafn­ar geti verið erfið og hafi held­ur farið versn­andi síðustu ár. Meðal ann­ars vegna þessa hafi verið beðið með end­ur­nýj­un upp­sjáv­ar­skip­anna, en nú seg­ist hann gera sér von­ir um að dug­lega verði tekið til hend­inni við að bæta inn­sigl­ing­una á næstu mánuðum. „Það er for­senda end­ur­nýj­un­ar að staðið verði við fyr­ir­heit um aðgerðir,“ seg­ir Aðal­steinn.

Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða, og Aðalsteinn Ingólfsson forstjóri.
Ásgeir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri veiða, og Aðal­steinn Ing­ólfs­son for­stjóri. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Bjart­sýnn á loðnu­vertíðina

Fram und­an er stór loðnu­vertíð eft­ir ára­mót, en Skinn­ey-Þinga­nes er með 8,13% loðnu­kvót­ans eða um 51 þúsund tonn. Skip fyr­ir­tæk­is­ins eru búin að veiða um 11% kvót­ans. „Það þýðir ekki annað en að vera bjart­sýnn á vertíðina,“ seg­ir Aðal­steinn. „Við sjá­um til hvernig árið fer af stað, hvernig veiðist og viðrar, og það þarf margt að ganga upp á þess­ari stóru vertíð.“

Hann seg­ir að byrjað verði á því að bræða loðnuna í janú­ar, en er líði mánuðinn verði hugs­an­lega farið að frysta hluta af afl­an­um fyr­ir markaði í Aust­ur-Evr­ópu. Eft­ir því sem líði á vertíð auk­ist fryst­ing og vinnsla til mann­eld­is. Vertíðinni lýk­ur svo með hrogna­fryst­ingu þegar kem­ur fram í mars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.4.25 524,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.4.25 638,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.4.25 357,52 kr/kg
Ýsa, slægð 4.4.25 324,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.4.25 130,71 kr/kg
Ufsi, slægður 4.4.25 243,46 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 4.4.25 241,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Konráð EA 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.010 kg
Samtals 1.010 kg
4.4.25 Kristín ÓF 49 Grásleppunet
Grásleppa 1.818 kg
Samtals 1.818 kg
4.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.078 kg
Þorskur 61 kg
Samtals 1.139 kg
4.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 625 kg
Þorskur 250 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 113 kg
Keila 50 kg
Samtals 1.152 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.4.25 524,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.4.25 638,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.4.25 357,52 kr/kg
Ýsa, slægð 4.4.25 324,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.4.25 130,71 kr/kg
Ufsi, slægður 4.4.25 243,46 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 4.4.25 241,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Konráð EA 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.010 kg
Samtals 1.010 kg
4.4.25 Kristín ÓF 49 Grásleppunet
Grásleppa 1.818 kg
Samtals 1.818 kg
4.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.078 kg
Þorskur 61 kg
Samtals 1.139 kg
4.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 625 kg
Þorskur 250 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 113 kg
Keila 50 kg
Samtals 1.152 kg

Skoða allar landanir »