Veiðigjöld hækka töluvert um áramótin

Veiðigjöldin taka nokkrum breytingum um áramótin og verður nokkuð um …
Veiðigjöldin taka nokkrum breytingum um áramótin og verður nokkuð um hækkanir á helstu nytjastofnum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson

Hinn 1. janúar taka gildi ný veiðigjöld fyrir árið 2022 og mun gjald á marga mikilvæga nytjastofna hækka töluvert. Gjald á þorsk mun hækka um 7% í 17,74 krónur á hvert óslægt kíló og gjald á ýsu hækkar um 4% í 17,11 krónur á hvert kíló. Þá hækkar gjald á steinbít um 8% í 14,8 krónur og á skarkola um 17% í 4,24 krónur.

Mesta hækkunin er á skötusel og hækkar gjaldið samkvæmt auglýsingu yfirvalda í Stjórnartíðindum um 496%, úr 3,83 krónum á þessu ári í 22,84 krónur árið 2022. Næstmest hækkar veiðigjald sem lagt verður á kolmunna og fer það úr 0,99 krónum í 2,15 krónur á kíló.

Miklar hækkanir verða einnig í öðrum uppsjávartegundum og hækkar gjald á makríl um 66% milli ára í 5,27 krónur. Meiri hækkun verður í síldinni og hækkar gjaldið úr 2,68 krónum í 4,76 krónur, eða um 78%.

Ekki er hægt að ganga að því vísu að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist þrátt fyrir hækkanirnar þar sem verulegar skerðingar hafa til dæmis átt sér stað í úthlutuðum veiðiheimildum í þorski, sem er ein verðmætasta tegundin í útflutningi sjávarafurða.

60 þúsund á langreyði

Veiðigjöld lækka einnig milli ára í einstökum tegundum og er mesta lækkunin í karfa þar sem gjald fer úr 11,83 krónum í 9,59 krónur og nemur lækkunin því 19%. Þá lækkar veiðigjald á hlýra um 17% í 10,04 krónur á kíló, gjald á ufsa lækkar um 12% í 8,82 krónur og gjald á þykkvalúru fer úr 33,59 krónum í 31,32 krónur og lækkar því um 7%.

Veiðigjald fyrir hverja langreyði verður 59.442 krónur og 9.511 krónur fyrir hverja hrefnu. Veiðigjald á sjávargróður verður 594 krónur á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,77 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 611,77 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 413,36 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 265,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 167,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »