„Þetta er einfaldlega hörkuskip“

Veiðin gekk vel í fyrstu hjá áhöfninni á Polar Ammassak.
Veiðin gekk vel í fyrstu hjá áhöfninni á Polar Ammassak. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Jón Einar Marteinsson

Loðnuveiðarnar gengu vel hjá grænlensku skipunum Polar Ammassak og Polar Amaroq í gær. Á miðunum norðaustur af landinu náði Polar Amaroq 1.300 tonnum og hélt síðan til Seyðisfjarðar. Veiðin gekk framan af einnig vel hjá Polar Ammassak sem fékk 700 tonn en hægt hefur á gangi veiða.

„Í gær fengum við 700 tonn eftir að hafa togað í eina tíu tíma og það er með því besta sem fengist hefur frá því að veiðar hófust núna. Við toguðum síðan í nótt og vorum að dæla um 150 tonnum, en minna hefur fengist á nóttunni en á daginn,“ segir Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Ammassak, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Við erum að kynnast nýju skipi en holið í gærdag var fyrsta holið sem við tökum á þessu skipi. Ég var reyndar með þetta skip í sjö mánuði árið 2013 og það hét þá Polar Amaroq. Nú er hins vegar búið að gera grundvallarbreytingar á skipinu frá þeim tíma. Það er til dæmis kominn dælubúnaður á skut, tromlur hafa verið stækkaðar, það er kominn nýr skiljari og nýtt vakúmkerfi og öll tæki í brúnni hafa verið endurnýjuð.

Þetta er einfaldlega hörkuskip og það er glæsilegt að ná góðu fyrsta holi eins og holinu í gær,“ segir Geir.

Hann kveðst ekki eiga von á því að veður verði fyrir veiðar í dag. „Það versta er að núna er að bræla og reyndar komin haugabræla. […] veðrið ætti að vera gengið niður á morgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.24 425,12 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.24 452,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.24 259,22 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.24 209,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.24 219,96 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.24 207,09 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.24 202,71 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.9.24 228,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 10.021 kg
Ýsa 1.204 kg
Steinbítur 219 kg
Langa 206 kg
Karfi 12 kg
Skarkoli 11 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 11.683 kg
28.9.24 Jón Ásbjörnsson RE 777 Lína
Keila 119 kg
Ufsi 32 kg
Karfi 14 kg
Blálanga 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 179 kg
28.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Þorskur 1.401 kg
Samtals 1.401 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.24 425,12 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.24 452,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.24 259,22 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.24 209,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.24 219,96 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.24 207,09 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.24 202,71 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.9.24 228,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 10.021 kg
Ýsa 1.204 kg
Steinbítur 219 kg
Langa 206 kg
Karfi 12 kg
Skarkoli 11 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 11.683 kg
28.9.24 Jón Ásbjörnsson RE 777 Lína
Keila 119 kg
Ufsi 32 kg
Karfi 14 kg
Blálanga 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 179 kg
28.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Þorskur 1.401 kg
Samtals 1.401 kg

Skoða allar landanir »