Sambandsleysi á milli útgerðar og hafrannsókna

Svanur Guðmundsson, stofnandi Bláa hagkerfisins, er höfundur skýrslu sem hann …
Svanur Guðmundsson, stofnandi Bláa hagkerfisins, er höfundur skýrslu sem hann segir sýna fram á að forsendur fyrir stofnmati karfa og grálúðu séu ekki nægjanlegar Ljósmynd/Aðsend

Svanur Guðmundsson, stofnandi Bláa hagkerfisins, segir að sambandsleysi ríki á milli útgerða og hafrannsókna hins opinbera. Þá skorti á skilning á hlutverk og þarfir Hafrannsóknastofnunar hjá ríkisvaldinu á sama tíma og útgerðin sýni hafrannsóknum tómlæti. Nýútkomin skýrsla Bláa hagkerfisins um stofnmat karfa og grálúðu varpi ljósi á að forsendur skorti til þess að gefa út vísindalega veiðiráðgjöf í verðmætum tegundum.

Forsendur fyrir stofnmati karfa og grálúðu eru ekki nægjanlegar samkvæmt nýlegri skýrslu Bláa hagkerfisins um samantekt á stofnmati karfa og grálúðu.

Svanur segist hafa komist að því að dægursveiflur hjá karfa …
Svanur segist hafa komist að því að dægursveiflur hjá karfa séu mun meiri en Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svanur Guðmundsson, höfundur skýrslunnar, segir í samtali við 200 mílur að það sem vitað sé um karfa og grálúðu, samkvæmt þeim rannsóknum sem sem gerðar eru af Hafrannsóknastofnun, séu ekki forsendur fyrir stofnmati.

„Rannsóknarvinnan og gagnavinnslan á þeim upplýsingum sem við höfum um karfa og grálúðu eru ekki nægjanleg til þess að segja til um hversu mikið við getum veitt af stofnunum,“ segir Svanur.

Engin seiði að finna

Í skýrslunni, sem unnin er fyrir fimmtán aðila í sjávarútvegi, er farið yfir frumgögn Hafrannsóknastofnunar og þau unnin á annan hátt en gert er hjá Hafró, það er með tölfræðirunum.

„Vísindaleg vinna við stofnmat hjá Hafrannsóknastofnun í grunninn byggir á því að finna þurfi seiði. Út frá seiðafjölda er stærð stofnsins reiknuð og hvernig hann þróast. Vandamálið við karfa og grálúðu er að við finnum aldrei seiðin,“ útskýrir Svanur og bætir við að miðað við þær forsendur megi áætla að stofninn muni veiðast upp á um níu árum. „En svo kemur annað í ljós; að þrátt fyrir að stofninn ætti að vera að minnka miðað við forsendur stofnmats, þá sýna tölurnar frá Hafrannsóknastofnun að einstaklingum er samt að fjölga. Það gengur ekki upp að við séum að ganga á stofninn þegar einstaklingum fjölgar sem veiddir eru í rannsóknarveiðum,“ segir Svanur.

Við það myndist ósamleitni á milli rannsókna og reiknimódela sem stuðst er við þegar stofnmat er gert. „Á mannamáli er þetta svipað og ef niðurstöður skoðanakannana væru í engu samræmi við niðurstöður kosninga. Raunveruleikinn er allt annar en módelin segja til um og rannsóknir ekki í samræmi við módelin sem unnið er eftir.“

Áherslan á þorskinn

Svanur bendir á að veruleg áhersla er lögð á rannsókn á þorski. „Við þurfum að vinna þetta mikið betur, nota aðrar og fleiri aðferðir en við gerum í dag. Við vitum í raun ekkert hvað er að gerast. Stóra myndin er að við erum ekki að rannsaka nóg og Hafrannsóknastofnun hefur ekki nóg af úrræðum til þess að geta gefið út nákvæma veiðiráðgjöf.“

Spurður hvers vegna Svanur taki sérstaklega fyrir karfa og grálúðu segist hann bæði þekkja hana best og hafa tilfinningu fyrir að víða væri pottur brotinn við ráðgjöf í stofnunum. Vinnuaðferðir hjá Hafró séu að þróast í þá átt að meira aðgengi sé að gögnum og það hafi kveikt áhuga hans á að skoða forsendur ráðgjafar.

Svanur telur tölverða óvissu í stofnmati Hafrannsóknastofnunar fyrir grálúðu.
Svanur telur tölverða óvissu í stofnmati Hafrannsóknastofnunar fyrir grálúðu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þá samræmast niðurstöður rannsóknarralla ekki upplýsingum frá fiskveiðiflotanum.

„Hafrannsóknastofnun vill ekki nýta þá miklu tækni sem fiskiskipin búa yfir vegna þess að farið er eftir rannsóknaraðferðum ICES,“ segir Svanur og útskýrir að ICES byggi á upplýsingum frá rannsóknum um allan heim og því eðlilegt að ekki sé hægt að styðjast við hvaða gögn sem er.

„Við erum með þessi skip okkar í dag, jafn fullkomin og geimskip, og búum yfir upplýsingum sem líffræðingar hvorki hafa né mega styðjast við. Ég sýni fram á að rannsóknarstaðirnir í til dæmis grálúðu eru engan veginn þeir sömu og við erum að taka megnið af aflanum. Við erum ekki að hitta á sömu staðina. Þar af leiðandi eru upplýsingar Hafró um grálúðu í engu samræmi við upplýsingar fiskiskipaflotans. Það er hin stóra ósamleitni.“

Sjómenn hafi rétt fyrir sér

Svanur kallar eftir að áfram verði rannsakað á hinum eiginlegu rannsóknarstöðum en einnig víðar.

Sem dæmi um ólíkar nálganir Hafrannsóknastofnunar og reiknimódela sinna nefnir Svanur dægursveiflur hjá karfa. Leiðrétt er fyrir dægursveiflur í stofnmati Hafrannsóknastofnunar svo að veiðar á daginn séu um sextíu prósent meiri í birtu en í myrkri. Svanur segist hafa komist að því að sveiflurnar séu nærri fjögur hundruð prósent, þrátt fyrir að hann styðjist við tölur frá Hafró.

„Þannig að ég sýni fram á að sjómenn hafi meira rétt fyrir sér en vísindamennirnir,“ segir Svanur. Þar að auki sé dægursveifla önnur hjá litla karfanum heldur en stóra karfanum.

„Þetta er eitt lítið dæmi um sambandsleysi á milli útgerðar og hafrannsókna. Það er ein af niðurstöðum rannsóknarinnar; Það er kerfislægur vandi á sambandi útgerða, stjórnkerfis og rannsókna. Stjórnkerfið er ekki að skilja hvað þarf til við hafrannsóknir en kallar eftir ráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun. Útgerðin fær ekki að koma að rannsóknum með sín gögn og á sama tíma sýnir útgerðin tómlæti gegn hafrannsóknum.“

Uppsöfnuð óvissa leiði til varúðarnálgunar við veiðiráðgjöf. „Í raun og veru er með því sagt: Við vitum ekki neitt, svo að við ætlum að giska en hafa það nógu lítið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »