Þór hefur lokið 50 ára sjómannsferli

Þór Þórarinsson var 35 ár af sjómannsferlinum á Örfirisey. Hann …
Þór Þórarinsson var 35 ár af sjómannsferlinum á Örfirisey. Hann lauk 50 ára starfsferli þegar skipið kom til hafnar fyrir jól. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Það voru tímamót þegar frystitogari Brims, Örfirisey RE, kom til hafnar í Reykjavík fyrir jól. Ekki lauk einungis ágætum túr þar sem fengust 800 tonn að verðmæti 330 milljóna heldur lauk einnig Þór Þórarinsson sinni síðustu veiðiferð eftir 50 ára sjómennskuferil. Af þessum árum hefur Þór varið 30 árum á Örfirisey, eða frá því að skipið kom til Íslands frá Færeyjum árið 1992.

„Ég hóf störf hjá Granda hf., einum af forverum Brims, árið 1989. Fyrstu árin var ég á ísfisktogaranum Ásgeiri RE en ég fluttist svo yfir á Örfirisey árið 1992 þegar skipið kom til landsins. Trausti og Símon voru þá skipstjórar á Örfirisey en ég tók við sem skipstjóri þegar Símon hætti,“ segir Þór í færslu á vef Brims.

Hann segir jafnframt ekki annað hægt en að vera ánægður með síðasta túrinn. „Við byrjuðum veiðar fyrir sunnan land og fengum aðallega karfa og ufsa. Svo fluttum við okkur norður á Vestfjarðamið og vorum þar lengst af túrnum. Við hófum veiðarnar á Halanum og unnum okkur að Þverálshorninu. Þar, sem og í djúpkantinum vestur af Vestfjörðum, var aflinn mjög blandaður og við fengum þorsk, ýsu, ufsa, gullkarfa og djúpkarfa. Eins vörðum við nokkrum tíma í ýsuveiðar á Straumnesgrunni, rétt austan við Djúpálinn, og veiðin var alveg ágæt. Túrinn enduðum við svo á SV miðum.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 606,46 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 414,19 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 264,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 166,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 2.422 kg
Samtals 2.422 kg
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.433 kg
Ýsa 289 kg
Ufsi 211 kg
Karfi 35 kg
Steinbítur 30 kg
Grásleppa 14 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.019 kg
3.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 64.677 kg
Karfi 25.673 kg
Ýsa 15.767 kg
Ufsi 5.033 kg
Samtals 111.150 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 606,46 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 414,19 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 264,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 166,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 2.422 kg
Samtals 2.422 kg
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.433 kg
Ýsa 289 kg
Ufsi 211 kg
Karfi 35 kg
Steinbítur 30 kg
Grásleppa 14 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.019 kg
3.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 64.677 kg
Karfi 25.673 kg
Ýsa 15.767 kg
Ufsi 5.033 kg
Samtals 111.150 kg

Skoða allar landanir »