Milli hátíðanna sóttu smærri línubátar frá Snæfellsbæ sjóinn af fullum krafti þrátt fyrir leiðindaveður. Bátar leituðu suður fyrir Öndverðarnes til þess að komast í skjól frá norðaustanáttinni.
Á föstudag tók fréttaritari stöðuna á veiðunum og var þá Kvika SH búin að landa tvisvar á Arnarstapa og verið með um átta tonn í róðri, en Indriði Kristins BA var við bjargið og sögðu skipsverjar að leiðindaveður hafi verið en þó sléttur sjór.
Indriði Kristins landaði í Ólafsvík á föstudag, alls 24 tonnum. „Þetta er á rúmlega eina lögn og urðum við að skilja eftir næstum helming línunnar í sjó vegna þess að öll kör í bátnum voru orðin full,“ sagði Magnús skipsverji á Indriða.
„Við förum út aftur strax og við erum búnir að landa en þessi afli fer í vinnslu hjá Kambi í Hafnarfirði, en við munum landa næst heima á Tálknafriði,“ sagði hinn sí brosandi Magnús að lokum.
Aðrir línubátar sem róa hafa einnig fengið mjög góðan afla og netabáturinn Bárður SH var með sjö tonn á föstudag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.2.25 | 570,57 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.2.25 | 725,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.2.25 | 397,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.2.25 | 349,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.2.25 | 258,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.2.25 | 321,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.2.25 | 309,54 kr/kg |
3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 36 kg |
Samtals | 36 kg |
3.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.317 kg |
Þorskur | 449 kg |
Steinbítur | 186 kg |
Hlýri | 17 kg |
Sandkoli | 10 kg |
Samtals | 1.979 kg |
3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 644 kg |
Keila | 339 kg |
Hlýri | 164 kg |
Ýsa | 161 kg |
Ufsi | 87 kg |
Karfi | 21 kg |
Langa | 10 kg |
Samtals | 1.426 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.2.25 | 570,57 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.2.25 | 725,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.2.25 | 397,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.2.25 | 349,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.2.25 | 258,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.2.25 | 321,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.2.25 | 309,54 kr/kg |
3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 36 kg |
Samtals | 36 kg |
3.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.317 kg |
Þorskur | 449 kg |
Steinbítur | 186 kg |
Hlýri | 17 kg |
Sandkoli | 10 kg |
Samtals | 1.979 kg |
3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 644 kg |
Keila | 339 kg |
Hlýri | 164 kg |
Ýsa | 161 kg |
Ufsi | 87 kg |
Karfi | 21 kg |
Langa | 10 kg |
Samtals | 1.426 kg |