Vilja kaupa vistvæna dráttarbáta

Lóðsinn, dráttar- og lóðsbátur Vestmannaeyinga, er 156 brúttótonn
Lóðsinn, dráttar- og lóðsbátur Vestmannaeyinga, er 156 brúttótonn mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Ríkiskaup, fyrir hönd Ísafjarðarhafnar, Hornafjarðarhafnar og Vestmannaeyjahafnar, hafa óskað eftir upplýsingum vegna fyrirhugaðra opinberra innkaupa. Þetta er auglýst á vefnum utbodsvefur.is.

Ráðist hefur verið í undanfarandi markaðskönnun (e. RFI) á Evrópska efnahagssvæðinu, til að kanna fýsileika þess að kaupa orkuskiptan dráttarbát fyrir ofangreindar hafnir, segir í auglýsingunni.

Hafnirnar hafi hug á því að fjárfesta í nýjum dráttarbátum á næstu misserum. Markaðskönnun þessi byggist á heimild í 45. gr. laga um opinber innkaup. Markmið hennar er að undirbúa innkaup og upplýsa fyrirtæki um áformuð innkaup og kröfur varðandi þau, afla upplýsinga um markaðinn og fá ráðgjöf, t.a.m. um fýsileika orkuskiptra dráttarbáta, þó án þess að raska samkeppni á markaðnum. Í slíkri markaðskönnun felist þó ekki skuldbinding um að fara í útboð.

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að leggja fram upplýsingar um þær lausnir sem þeir hafa upp á að bjóða.

Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa. Tilboð verða opnuð 1. mars næstkomandi.

Lóðsbátur Hornfirðinga heitir Björn lóðs, 48 brúttótonna stálbátur, smíðaður 1991. Lóðsbátur Ísfirðinga er Sturla Halldórsson, 37 brúttótonna stálbátur, smíðaður 2005. Vestmannaeyjahöfn á og rekur Lóðsinn, 156 brúttótonna stálbát, sem smíðaður var um síðustu aldamót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »