Þrjú smit meðal áhafnar á Örfirisey

Stefnt er að því að koma Örfirisey á miðin um …
Stefnt er að því að koma Örfirisey á miðin um helgina. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Örfirisey RE-4, frystitogari Brims þurfti að hætta við veiðiferð sína eftir að tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við 200 mílur.

Skipið lét frá bryggju sunnudaginn 2. janúar og hafði áhöfnin öll verið skimuð fyrir brottför og fengið neikvæða niðurstöðu. Á mánudag greindust síðan tveir í áhöfninni um borð. Var því skipinu snúið við og haldið til hafnar. Þegar lagt var við bryggju í Reykjavík voru tekin sýni úr öllum á ný, að sögn Guðmundar. Reyndist þá þriðji skipverjinn smitaður.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls eru 27 í áhöfn og sæta þrír því einangrun en 24 eru í sóttkví. Að sögn Guðmundar fara þeir 24 sem fengu neikvæða niðurstöðu á mánudag aftur í sýnatöku á föstudag og er stefnt að því að halda til veiða um helgina.

Spurður hvort atvikið hafi áhrif á reksturinn svarar Guðmundur því neitandi. „En þetta er óþægilegt, ekki síst fyrir áhöfnina. Þetta er 27 manna vinnustaður og þarna eru frískir menn sem geta ekki unnið í fimm daga.“

Útgerðirnar hafa ekki farið varhluta af fjölgun smita í samfélaginu og þurfti nýlega Bergey að snúa til hafnar á þriðjudag skömmu eftir brottför þegar grunur var um smit um borð. Hafði Bergey einnig lent í smiti í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 7.060 kg
Skarkoli 2.386 kg
Þorskur 1.588 kg
Sandkoli 180 kg
Langlúra 158 kg
Steinbítur 17 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 11.396 kg
3.10.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 1.228 kg
Keila 242 kg
Steinbítur 133 kg
Ýsa 86 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.715 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 7.060 kg
Skarkoli 2.386 kg
Þorskur 1.588 kg
Sandkoli 180 kg
Langlúra 158 kg
Steinbítur 17 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 11.396 kg
3.10.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 1.228 kg
Keila 242 kg
Steinbítur 133 kg
Ýsa 86 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.715 kg

Skoða allar landanir »