Austfirskar hafnir eru áberandi í löndunartölum síðasta árs og var tæplega þriðjungi alls afla landað í landshlutanum. Mest var landað í Neskaupstað en þangað komu skip með rétt rúm 179 þúsund tonn og eru það tæplega 16% af öllum afla sem landað var á landinu sem nam 1.135 þúsund tonnum.
Athygli vekur að í fimm aflamestu höfnum landsins, Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Vopnafirði, Eskifirði og Reykjavík, var landað rúmlega 611 þúsund tonnum eða tæpum 54% af öllum afla. Í tíu höfnum var landað tæplega 834 þúsund tonnum sem eru tæplega 74% alls afla á landinu.
Mest var landað af þorski í Grindavík eða ríflega 27 þúsund tonnum. Í þeim fimm höfnum þar sem landað var mest af þorski nam aflinn 103.448 tonnum eða rúmlega 38% þorskaflans sem landað var hér á landi árið 2021. Á eftir Grindavík koma Reykjavík, Siglufjörður, Rif og Sauðárkrókur.
Það eru uppsjávarveiðarnar sem koma austfirskum höfnum ofarlega á listann, en botnfiskur er 88% af afla sem landað er í Reykjavík.
Mest var landað af uppsjávartegundum í Neskaupstað eða tæplega 161 þúsund lestir. Alls nam landaður uppsjávarafli 632 þúsnd tonnum en honum var landað í ellefu höfnum hér á landi. Utan Íslands lönduðu íslensk skip 22,8 þúsund lestum af uppsjávartegundum. Mest í Noregi þar sem íslensk skip komu með 9.146 lestir til hafnar, þar af 7,6 þúsund lestir af síld og ríflega þúsund lestir af makríl.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |
15.11.24 Pálína Þórunn GK 49 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 158 kg |
Karfi | 158 kg |
Samtals | 316 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |
15.11.24 Pálína Þórunn GK 49 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 158 kg |
Karfi | 158 kg |
Samtals | 316 kg |