Vilja að Íslendingar hefji túnfiskveiðar á ný

Hátt verð fæst fyrir túnfisk en veiðarnar hafa lengi ekki …
Hátt verð fæst fyrir túnfisk en veiðarnar hafa lengi ekki þótt arðbærar. Nú vilja stjórnvöld að breyting verði á. mbl.is/Golli

Til að stuðla að því að Íslendingar hefji á ný veiðar á túnfiski er í undirbúningi að breyta lögum svo útgerðum verði heimilt að taka á leigu sérhæfð erlend skip til þessara veiða. Ísland hefur umtalsverðar heimildir til veiða á bláuggatúnfiski, en talið er að þær gætu rýrnað eða horfið þar sem íslensk skip hafa ekki stundað þessar veiðar á síðustu árum.

Á samráðsgátt stjórnvalda er greint frá því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áformi að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og fleiri lögum vegna mögulegra veiða á bláuggatúnfiski. Gert er ráð fyrir að ákvæðin verði tímabundin bráðabirgðaákvæði sem miðuðu að því að heimilt væri í þessum sérstöku aðstæðum sem uppi eru að veiðiheimildir séu ekki nýttar að íslenskir aðilar gætu tekið á leigu erlent skip til veiðanna, eingöngu til veiða á bláuggatúnfiski samkvæmt heimildum frá Atlantshafs-túnfiskveiðiráðinu (ICCAT).

Aukinn kvóti

Heimildir íslenskra skipa til veiða á túnfiski hafa aukist síðustu ár og var kvóti Íslendinga á síðasta ári 225 tonn. Til samanburðar var hann tæplega 37 tonn 2015 og hefur aukist með hverju árinu síðan.

Íslensk skip hafa ekki stundað beinar veiðar á túnfiski síðustu ár, en árin 2014-2016 sótti Jóhanna Gísladóttir GK, skip Vísis hf. í Grindavík, á túnfiskmið djúpt suður af landinu. Árið 2014 veiddi skipið 122 fiska eða 22,2 tonn úr sjó, 2015 veiddust 155 fiskar eða 27 tonn og 2016 veiddust 17 fiskar eða 3,1 tonn. Flest undanfarin ár hafa nokkrir túnfiskar komið sem meðafli á makrílveiðum.

Gert að túnfiski eftir veiðiferð Jóhönnu Gísladóttur GK suður af …
Gert að túnfiski eftir veiðiferð Jóhönnu Gísladóttur GK suður af landinu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Víðförull

Í nóvember var fjallað um stóran flota asískra skipa á túnfiskveiðum um 200 mílur suður af Vestmannaeyjum. Þar voru um 30 sérútbúin línuskip sem gætu verið um 50 sólarhringa að sigla af miðunum til heimahafnar í Japan eða Suður-Kóreu. Aflinn er frystur um borð og var talið að um 50 til 60 skip hafi verið á túnfiskveiðum á Norður-Atlantshafi.

Fiskinn má finna víða um Atlantshafið og er hrygningarsvæðið í Miðjarðarhafi og Karíbahafi en þaðan syndir fiskurinn um hafið og hefur meðal annars ratað alla leið norður með Noregi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Stakkhamar SH 220 Lína
Þorskur 7.817 kg
Samtals 7.817 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Stakkhamar SH 220 Lína
Þorskur 7.817 kg
Samtals 7.817 kg

Skoða allar landanir »