Ekki verður farið í leiðangur með rannsóknarskipum Hafrannsóknastofnunar til þess að mæla veiðistofn loðnu í dag eins og stóð til, en staðan verður aftur tekin í miðri viku. Þetta segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið.
Var þetta ákveðið vegna veðurs en einnig vegna þess að Hafrannsóknastofnun vill tryggja að hægt sé að staðsetja loðnuna vel til þess að taka á móti megninu af henni.
„Hún kemur misjafnlega snemma undan ísnum við Grænland. Ef mögulegt er, þá er hentugra að bíða með lokamælinguna ef við ætlum að ná utan um verkefnið, þegar hún er öll til staðar,“ segir hann. Fylgist stofnunin vel með veiðum og er í sambandi við menn í flotanum til þess að fylgjast með þeim ásamt kynþroska og ástandi á loðnunni. „Slíkt hjálpar okkur að meta hvenær hún fer upp á grunninn, við þurfum að ná mælingunum áður,“ segir hann.
Loðnuveiðar standa nú yfir norðaustur úr Langanesi. „En það sem er komið lengst er líklegast komið aðeins suður fyrir Langanesið.“
Spurður hvert verður farið þegar lagt verður af stað í leiðangurinn segir Þorsteinn:
„Það veltur á þeim upplýsingum sem við höfum hverju sinni. Það þarf auðvitað að fara allt frá Vestfjarðarmiðum og austur út. Annars geti færi suður um byrjað fyrir austan eða bæði, það er matsatriði þegar við tökum ákvörðun um að fara,“ segir Þorsteinn. Veiðarnar hafa gengið ágætlega að hans sögn, eins og búist var við.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 631,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 561,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 419,65 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 288,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 365,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,21 kr/kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 15.370 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 71.107 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 631,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 561,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 419,65 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 288,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 365,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,21 kr/kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 15.370 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 71.107 kg |