Ráðherra sagður valda „ólýsanlegum vonbrigðum“

Arthúr Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda, og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins, …
Arthúr Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda, og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins, sögðust á fundi með ráðherra sjávarútvegsmála óánægðir með þá ákvörðun að skerða aflaheimildir sem ætlað er strandveiðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landssamband smábátaeigenda (LS) er ósátt við að skerðingar í útgefnum atvinnu- og byggðakvóta hafi aðeins bitnað á afla sem ætlað er strandveiðum og almennum byggðakvóta. Heilt yfir hefur atvinnu- og byggðakvóti þurft að sæta sömu skerðingum og aflaheimildir annarra veiða í samræmi við ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar.

Í síðustu viku funduðu fulltrúar LS með Svandísi Svavarsdóttur, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Meðal þess sem rætt var á fundinum var ákvörðun ráðherra 21. desember um að skerða þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta sem valdið hefur „ólýsanlegum vonbrigðum,“ að því er segir í yfirlýsingu á vef LS.

Vekur LS athygli á því að strandveiðum er 2022 ætlað 8.500 tonn sem er 1.500 tonna skerðing frá síðasta sumri. „Á fundinum mótmælti LS ákvörðuninni harðlega. Sagði hana ganga þvert á þau markmið að tryggja 48 daga til strandveiða. LS lagði áherslu á að strandveiðar væru þær veiðar sem yllu minnstu raski í hafrýminu og minnstu kolefnissótspori.  Auk þess hefðu þær reynst gríðarlega vel fyrir hinar dreifðu byggðir,“ segir í yfirlýsingunni.

Hvöttu samtökin ráðherra til að endurskoða ákvörðun sína.

Í takti við þróun

Auk skertra heimilda til strandveiða er almennur byggðakvóti til fiskiskipa skorinn niður um 874 tonn, úr 4.500 tonnum í 3.626 tonn. Hins vegar eru engar skerðingar í skel- og rækjubótum, byggðakvóta Byggðastofnunar, heimildum frístundaveiða eða línuívilnun.

Samanlögð skerðing atvinnu- og byggðakvóta nemur 2.374 tonnum sem er tæplega 11% niðurskurður. Þetta er í samræmi við þróun í útgefnu aflamarki en samdráttur í úthlutun aflamarks í þorski, ýsu, ufsa og karfa er 11,6%. (Ýsukvótinn var 8 þúsund tonnum minni en ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þar sem viðbótarkvóta var bætt við fiskveiðiárið 2020/2021).

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna fiskveiðiársins 2021/2022.
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna fiskveiðiársins 2021/2022. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »