Glötuð verðmæti 2-3 milljarðar

Makríll hja Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Makríll hja Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Aflaheimildir í makríl náðust ekki á síðasta ári og falla um 10 þúsund tonn niður á milli ára, samkvæmt útreikningum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meginregla er sú að heimilt er að flytja 10% aflamarks á milli ára. SFS fór fram á að leyft yrði að flytja allt að 30% aflamarks skips í makríl frá árinu 2021 til ársins 2022, en undir lok árs var ljóst að flytja hefði þurft um 23% á milli ára svo ekkert hefði fallið niður. Niðurstaða sjávarútvegsráðherra var að heimila flutning á 15% heimilda.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir að þessi ákvörðun ráðherra sé sérkennileg og málstað Íslands ekki til framdráttar í samningaviðræðum um stjórn makrílveiða. „Þá gætu glötuð útflutningsverðmæti numið 2-3 milljörðum króna, samkvæmt varfærnu mati okkar,“ segir Heiðrún Lind. „Í þeim tölum eru ekki óbein áhrif eins og tekjur sjómanna, landverkafólks og sveitarfélaga, né tekjuskattur fyrirtækja að ógleymdu veiðigjaldi sem hefði getað orðið um 55 milljónir miðað við 5,27 króna veiðigjald á kíló af makríl.“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þurfum aukinn sveigjanleika

Heiðrún Lind segir að erindi frá SFS um heimild til að flytja allt að 30% á milli ára hafi legið í sjávarútvegsráðuneytinu frá því í september í fyrra til að tryggja að ekkert félli niður á milli ára. Í raun hafi engin svör fengist við þessari beiðni fyrr en ákvörðun lá fyrir milli jóla og nýárs og reglugerð var gefin út. Heiðrún Lind segist hafa fengið óljósar skýringar og skýringar sem ekki standist á því hvers vegna ákveðið var að miða við 15%, en ekki hærri tölu eins og útgerðin fór fram á.

„Meðan ósamið er við önnur strandríki skiptir veiðireynsla verulegu máli,“ segir Heiðrún Lind. „Þar sem við höfum ekki aðgang að veiðum í lögsögum annarra ríkja þurfum við aukinn sveigjanleika í tíma. Vegna göngumynsturs, tíðarfars, veiðanleika og fleiri breytilegra þátta er nauðsynlegt að horfa yfir stærra tímabil og því meiri sveigjanleiki þeim mun betra.“

Getur skaðað hagsmuni Íslands

Heiðrún Lind segist telja að þessi ákvörðun geti skaðað hagsmuni Íslands í viðræðum um stjórn makrílveiða. Við séum að ósekju að hlekkja fætur okkar umfram það sem megi telja eðlilegt.

„Íslendingar hafa tekið sér kvóta sem við teljum réttmætan meðal annars út frá veiðireynslu og viðveru makríls í lögsögu. Ef við ein strandríkja ætlum að takmarka veiðar okkar sem þessu nemur, þá erum við beinlínis að skaða okkar samningsstöðu með því að draga úr mögulegri veiði,“ segir Heiðrún Lind.

Hún nefnir að Færeyingar hafi leyft að færa allt það magn sem var óveitt af kvóta þeirra á milli ára. Þannig geymi þeir í raun 43% af því sem þeir úthlutuðu sér og máttu veiða á nýliðnu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »