Mestu útflutningsverðmæti á þessari öld

Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 293 milljarða á síðasta ári …
Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 293 milljarða á síðasta ári og er það 8% meira en árið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útflutningsverðmæti sjávarafurða voru alls um 293 milljarðar á árinu 2021. Þetta kemur fram í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru í síðustu viku.

Um er að ræða 8% aukningu milli ára í krónum talið en 11% aukningu í erlendri mynt og kemur fram í greiningu sem birt er á Radarnum að „á þann kvarða hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi ekki verið meira á einu ári og í fyrra á þessari öld.“

Loðnuvertíðin á síðasta ári hafði sitt að segja um aukninguna milli ára. „Nam útflutningsverðmæti „annarra sjávarafurða“ 31,4 milljörðum króna á árinu 2021, sem er um 91% aukning frá árinu 2020 á föstu gengi. Eins kom loðnan við sögu í þeirri aukningu sem var á útflutningsverðmæti á heilfrystum fiski. Nam útflutningsverðmæti þess afurðaflokks um 36,6 milljörðum króna og jókst um rúm 21% á milli ára.“

Met í ferskum afurðum

Á síðasta ári námu útflutningsverðmæti ferskra afurða 86,6 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri, að því er fram kemur í greiningunni.

Þá voru ferskar afurðir voru um 30% af útflutningsverðmæti sjávarafurða alls í fyrra og er það sama og hlutdeild þeirra var á árinu 2020. „Það eitt og sér er nokkuð merkilegt þar sem einungis lítilsháttar sala á loðnubirgðum átti sér stað á árinu 2020 en loðnan bætir engu við í ferskfiskútflutningi.“

Besti desember í áratug

Í desember nam útflutningsverðmæti sjávarafurða 24,5 milljörðum króna sem er 6% meira en í sama mánuði 2020. Í erlendri mynt er aukningin rúmlega 8%,. „Á þann kvarða hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða í desembermánuði ekki verið meira undanfarinn áratug,“ segir í greiningunni.

Þar er vakin athygli á 67% aukningu á útflutningsverðmæti „annarra sjávarafurða“, en undir þetta falla loðnuhrogn og „ekki er ólíklegt að enn séu að týnast inn tölur frá síðustu loðnuvertíð.“

Útflutningur fiskeldisfyrirtækja hefur einnig gengið vel að undanförnu og námu útflutningsverðmæti fiskeldisafurða um 36 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 640,70 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 392,97 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,20 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 647,96 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Öðlingur SU 191 Handfæri
Þorskur 4.237 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 4.242 kg
24.7.24 Kristín ÓF 49 Handfæri
Þorskur 820 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 835 kg
24.7.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 2.308 kg
Samtals 2.308 kg
24.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.037 kg
Þorskur 617 kg
Skarkoli 132 kg
Steinbítur 78 kg
Langa 24 kg
Samtals 4.888 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 640,70 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 392,97 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,20 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 647,96 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Öðlingur SU 191 Handfæri
Þorskur 4.237 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 4.242 kg
24.7.24 Kristín ÓF 49 Handfæri
Þorskur 820 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 835 kg
24.7.24 Kristín ÞH 15 Handfæri
Þorskur 2.308 kg
Samtals 2.308 kg
24.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.037 kg
Þorskur 617 kg
Skarkoli 132 kg
Steinbítur 78 kg
Langa 24 kg
Samtals 4.888 kg

Skoða allar landanir »