Svandís hyggst ekki auka strandveiðikvóta

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki ætla að auka …
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki ætla að auka heimildir til strandveiða að sinni þar sem lítill sveigjanleiki sé til staðar eftir að veiðiráðgjöf fyrir þorsk var lækkuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki ástæðu til að verða við kröfum Landssambands smábátaeigenda um að auka við þær aflaheimildir sem ætlað er strandveiðum þar sem slíkt muni ganga gegn vísindalegri ráðgjöf um veiðar, en veiðiráðgjöf fyrir þorsk var lækkað fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Þetta kemur fram í svari Svandísar við fyrirspurn 200 mílna vegna óánægju Landssambands smábátaeigenda með skerðingu strandveiðikvótans um 1.500 tonn.

Atvinnu- og byggðakvóti hefur þurft að sæta skerðingum eins og aflaheimildir annarra veiða og ákvað Svandís í desember að skerða heimildir til strandveiða og almenns byggðakvóta, en í staðinn halda aflaheimildum skel- og rækjubótum, byggðakvóta Byggðastofnunar, heimildum frístundaveiða og línuívilnun óskertum.

Óhjákvæmilegt að bregðast við

„Skerðingin byggir á vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar en vísindaleg ráðgjöf um hámarksafla er hornsteinn íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ segir í skriflegu svari Svandísar sem kveðst ekki hafa átt annarra kosta völ.

„Í ljósi þess að veiðiráðgjöf í þorski var lækkuð umtalsvert síðasta sumar, stefndi í að úthlutun aflaheimilda færi umfram leyfilegan heildarafla. Tilboðsmarkaðir í loðnu stóðu auk þess ekki undir væntingum að þessu sinni. Óhjákvæmilegt var að bregðast við til þess að ráðstöfun færi ekki umfram vísindalega ráðgjöf,“ útskýrir hún.

„Ég stóð frammi fyrir því að ekki var hægt að lækka ráðstöfun í rækju- og skelbætur ásamt sérstökum byggðakvóta þar sem þeim hafði verið úthlutað á skip í upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs. Loks var það mat sérfræðinga ráðuneytisins að lækkun á línuívilnun og frístundaveiði myndi skila óverulegum árangri í þessu samhengi. Þá stóðu eftir tveir pottar, strandveiðar og almennur byggðakvóti og ljóst að lækka þyrfti ráðstöfun til þeirra þátta.“

Staðan gæti tekið breytingum

Svandís svarar skýrt spurningum um hvort strandveiðikvótinn verði aukinn. „Að sinni tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þann afla sem er áætlaður strandveiðum og ganga þar með gegn vísindalegri ráðgjöf.“

„Þó er mikilvægt að hafa í huga að enn á eftir að eiga sér stað tilboðsmarkaður í nokkrum tegundum, t.a.m. kolmunna, þorski úr Barentshafi, makríl og norsk-íslenskri síld. Því mun staðan breytast þegar líður á árið og líklegast að hægt verði að auka ráðstöfun í potta líkt og á síðasta fiskveiðiári,“ segir hún að lokum.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna fiskveiðiársins 2021/2022.
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna fiskveiðiársins 2021/2022. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »