Þurft að toga stundum aðra leiðina vegna veðurs

Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri í brúnni á Viðey er skipið …
Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri í brúnni á Viðey er skipið var nýkomið til landsins. Hann segir skipið láta vel í sjó. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er vont veður og gengur á með hríðum. Við erum í vesturjaðrinum á þessu veðri og þyrftum að fara yfir hinumegin til að komast í skaplegt veður,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE-50, í samtali við blaðamann.

Veðurspáin er sérlega slæm á norðvestanverðu landinu í dag og er spáð töluverðu hvassviðri. Verst á staðan að vera milli 12 og 18.

Það var kominn suðvestan stormur á Vestfjarðarmiðum og ölduhæðin um sex til átta metrar um klukkan eitt þegar rætt var við Jóhannes Ellert. Skipið hefur verið á veiðum á Víkurálnum.

„Þetta er enginn svakalegur sjór, það fer ekkert illa um okkur. Það gerist nú reyndar aldrei á Viðey að það fari illa um okkur. Þau láta vel í sjó þessi skip,“ segir hann.

Sjólagsspá Vegagerðarinnar eins og hún lítur út fyrir klukkan 18 …
Sjólagsspá Vegagerðarinnar eins og hún lítur út fyrir klukkan 18 í kvöld. Kort/Vegagerðin

Ekki er langt síðan Viðey mætti á miðin, en hvernig hafa veiðar gengið til þessa? „Við köstuðum klukkan ellefu í gærkvöldi og þetta er allt í lagi miðað við aðstæður – miðað við hvað veðrið er vont. Þetta sleppur til. Við höfum stundum þurft að toga bara aðra leiðina í hríðunum. […] Það er aðeins fast núna og það er ekki gott að hífa úr festi í svona slæmu veðri,“ svarar skipstjórinn.

Hann segir að gert sé ráð fyrir að Viðey komi til hafnar annað hvort á Grundarfirði á Sunnudagskvöld eða í Reykjavík á mánudag.

Viðey RE við bryggju í Reykjavík.
Viðey RE við bryggju í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »