„Þetta er vont veður og gengur á með hríðum. Við erum í vesturjaðrinum á þessu veðri og þyrftum að fara yfir hinumegin til að komast í skaplegt veður,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE-50, í samtali við blaðamann.
Veðurspáin er sérlega slæm á norðvestanverðu landinu í dag og er spáð töluverðu hvassviðri. Verst á staðan að vera milli 12 og 18.
Það var kominn suðvestan stormur á Vestfjarðarmiðum og ölduhæðin um sex til átta metrar um klukkan eitt þegar rætt var við Jóhannes Ellert. Skipið hefur verið á veiðum á Víkurálnum.
„Þetta er enginn svakalegur sjór, það fer ekkert illa um okkur. Það gerist nú reyndar aldrei á Viðey að það fari illa um okkur. Þau láta vel í sjó þessi skip,“ segir hann.
Ekki er langt síðan Viðey mætti á miðin, en hvernig hafa veiðar gengið til þessa? „Við köstuðum klukkan ellefu í gærkvöldi og þetta er allt í lagi miðað við aðstæður – miðað við hvað veðrið er vont. Þetta sleppur til. Við höfum stundum þurft að toga bara aðra leiðina í hríðunum. […] Það er aðeins fast núna og það er ekki gott að hífa úr festi í svona slæmu veðri,“ svarar skipstjórinn.
Hann segir að gert sé ráð fyrir að Viðey komi til hafnar annað hvort á Grundarfirði á Sunnudagskvöld eða í Reykjavík á mánudag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 631,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 561,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 423,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 285,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 365,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,21 kr/kg |
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína | |
---|---|
Ýsa | 9.819 kg |
Steinbítur | 5.574 kg |
Samtals | 15.393 kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 15.370 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 71.107 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 631,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 561,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 423,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 285,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 365,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,21 kr/kg |
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína | |
---|---|
Ýsa | 9.819 kg |
Steinbítur | 5.574 kg |
Samtals | 15.393 kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 15.370 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 71.107 kg |