Laxalús innan marka þrátt fyrir fjölgun

Fjöldi laxalúsa í sjókvíum í Dýrafirði fjölgaði ört síðasta haust …
Fjöldi laxalúsa í sjókvíum í Dýrafirði fjölgaði ört síðasta haust en var vel innan hættumark a og er ekkert af lús þar nú samkvæmt upplýsingum frá MAtvælastofnun. Ljósmynd/Ágúst Atlason

Laxal­ús tók að fjölga ört í sjókví­um á Vest­fjörðum síðasta haust, nán­ar til­tekið í Pat­reks­firði, Arnar­f­irði og í Dýraf­irði. Fiski­sjúk­dóm­a­nefnd samþykkti að fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­in myndu meðhöndla fisk­inn með lyfja­gjöf í fóðri. Fyrst í Pat­reks­firði 21. sept­em­ber, í Arnar­f­irði 6. októ­ber og í Dýraf­irði 19. októ­ber.

Nátt­úru­leg og eðli­leg skýr­ing er sögð á fjölg­un­inni og er fjöldi laxal­úsa tal­inn vel inn­an áhættu­marka.

„Að vori ár hvert finn­ast ávallt nokkr­ar laxa­lýs sem náð hafa að lifa af vetr­arkuld­ann (nátt­úr­an sér um sig, ekki ólíkt og lús­in á trján­um í garðinum heima). Það tek­ur þó viss­an tíma fyr­ir þessa „aðfram­komnu for­eldra“ að fjölga sér, en hægt og bít­andi nær lús­in að ná fram nýrri kyn­slóð (sú fyrri kem­ur fram í cirka lok júlí/​ág­úst og seinni kyn­slóð seint að hausti í lok okt./​nóv). það er svo í byrj­un vetr­ar (okt./​nóv.) sem fjöldi lúsa nær há­marki,“ skrif­ar Gísli Jóns­son, sér­greina­dýra­lækn­ir fisk­sjúk­dóma, í svari við fyr­ir­spurn blaðamanns.

Laxalús lifir á húðfrumum, slími og blóði fisksins.
Laxal­ús lif­ir á húðfrum­um, slími og blóði fisks­ins. Ljós­mynd/​surna.no

Sjald­an lús á Aust­fjörðum

„Sum­arið 2021 var mjög hag­stætt á heild­ina litið með til­liti til laxal­ús­ar. Það sást nán­ast eng­in lús lengi vel, en aðeins lét hún þó á sér kræla og það ein­mitt í Dýraf­irði. Einu lyfjameðhöndlan­irn­ar gegn laxal­ús sem fengu heim­ild og voru fram­kvæmd­ar á liðnu ári áttu sér stað í Dýraf­irði í nóv­em­ber. Síðan þá er laxal­ús hverf­andi og eng­ar taln­ing­ar eru fram­kvæmd­ar í sjó eft­ir að hita­stig sjáv­ar er komið und­ir 4°C – enda enga lús að telja.

Á Aust­fjörðum ríkja allt aðrar um­hverfisaðstæður. Sú litla tunga sem teyg­ir sig með golf­straumn­um vest­ur fyr­ir, áfram norður fyr­ir og síðan al­veg aust­ur fyr­ir land er orðin afar mátt­lít­il þegar að Aust­fjörðum er komið. Sum­ar­hiti í sjó fer vart yfir 7-8°C og þess­ar aðstæður eru bara með því móti að laxal­ús nær sér ekki á strik (hún er al­gjör­lega háð vissu sjáv­ar­hita­stigi til að geta fjölgað sér að ein­hverju ráði). Til sam­an­b­urðar fer hita­stig sjáv­ar fyr­ir vest­an í 12-13°C yfir sum­ar­mánuðina. Þessi mun­ur er af­skap­lega mik­ill,“ út­skýr­ir hann.

Hlýr sjór fylgir Golfstraumnum.
Hlýr sjór fylg­ir Golf­straumn­um. Kort/​mbl.is

Haf­straum­ar hafa veru­leg áhrif á hita­stig sjáv­ar og því einnig lífs­skil­yrði laxal­ús­ar­inn­ar. Hlýr sjór streym­ir frá suðvestri inn á Norður-Atlants­haf. Megin­grein­in fer norður með Nor­egi og upp til Bar­ents­hafs, en smá­grein fer vest­ur og norður á milli Íslands og Græn­lands. Golf­straum­ur­inn klofn­ar við Fær­eyja­hrygg. Á þessu svæði, á skil­um kaldra og hlýrra strauma, eru tal­in hag­stæð skil­yrði fyr­ir laxal­ús­ina í nátt­úru­legu um­hverfi.

Nán­ast eng­in í dag

Fjölg­un lúsa var hins veg­ar nokkuð mik­il í Dýraf­irði, þar sem hún mæld­ist í mesta magni, í sam­an­b­urði við fyrri töl­ur sem finna má í mæla­borði fisk­eld­is. Þar kem­ur fram að á tíma­bil­inu maí 2020 til sept­em­ber 2021 hafði hæsta meðaltal kven­lúsa á fiski mælst 0,36 en í nóv­em­ber í fyrra var þessi tala 1,16 í firðinum.

Gísli seg­ir fjölg­un­ina í Dýraf­irði ekki hafa verið sér­stakt áhyggju­efni. „Þessi fjöldi sem þarna var á ferðinni er í raun und­ir öll­um viðmiðum sem gætu farið að valda ein­hverj­um al­vöru­á­hyggj­um. Ávallt ber þó að fylgj­ast með þróun mála. [...] Í þessu til­felli gripið til lyfjameðhöndl­un­ar og þar með er nán­ast enga lús að finna í Dýraf­irði í dag.“

Hver eru áhættu­mörk í meðal­fjölda kven­lúsa á fiski?

„Erfitt er að gefa ein­hlítt svar, það fer al­gjör­lega eft­ir árs­tíma, hitafari, stærð fiska og svo fram­veg­is. Flest lönd miða við cirka 1,5 til 3 full­orðnar laxa­lýs per fisk. Norðmenn eru með lægri viðmið, enda allt aðrar aðstæður þar á svo marg­an hátt. Það þarf mik­inn fjölda laxal­úsa per fisk áður en þær fara að valda skaða,“ út­skýr­ir Gísli.

Tíðni kvenlúsa á hverjum fiski á Vestfjörðum á tímabilinu janúar …
Tíðni kven­lúsa á hverj­um fiski á Vest­fjörðum á tíma­bil­inu janú­ar 2020 til nóv­em­ber 2021. Skjá­skot/​MAST

Skyn­sam­legt að lág­marka stofn­inn

„Við verðum að átta okk­ur á því að villt­ir lax­ar sem eru á leið heim frá vetr­ar­beitistöðvum í hafi á vor­in og sumr­in bera iðulega á sér um 30-40 kynþroska laxa­lýs án þess að nokk­ur skaði sé á ferð.

Auðvitað eru aðstæður allt aðrar í sjókví­um þar sem mikið er af laxi á sama stað. Þess vegna ber að vakta lús­ina og þróun henn­ar. Ástæðan fyr­ir því að meðhöndl­un var heim­iluð í Dýraf­irði í nóv­em­ber var að við töld­um skyn­sam­legt að lág­marka „lúsa­stofn­inn“ í firðinum áður en við sigld­um inn í vet­ur­inn – sem aft­ur skil­ar sér í afar fáum ein­tök­um af lús sem nær að lifa af vet­ur­inn næsta vor.“

Laxalúsin er ekki stór en mikill fjöldi hennar getur haft …
Laxal­ús­in er ekki stór en mik­ill fjöldi henn­ar get­ur haft skaðleg áhrif. Ljós­mynd/​Thom­as Bjørk­an
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 636,12 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 425,10 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 235,94 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 320,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.678 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 2.698 kg
5.3.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 4.746 kg
Þorskur 39 kg
Steinbítur 14 kg
Langa 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 4.806 kg
5.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 12.838 kg
Ýsa 2.031 kg
Steinbítur 185 kg
Samtals 15.054 kg
5.3.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 8.357 kg
Samtals 8.357 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 636,12 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 425,10 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 235,94 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 320,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.678 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 2.698 kg
5.3.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 4.746 kg
Þorskur 39 kg
Steinbítur 14 kg
Langa 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 4.806 kg
5.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 12.838 kg
Ýsa 2.031 kg
Steinbítur 185 kg
Samtals 15.054 kg
5.3.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 8.357 kg
Samtals 8.357 kg

Skoða allar landanir »