Uppsjávarskipinu Hoffelli SU-80 tókst að vera með mesta aflaverðmætið í fyrra meðal skipa Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Alls nam verðmæti aflans sem skipið bar að landi 1.766 milljónum króna og var magnið 40.011 tonn. Um er að ræða 47% aukningu í aflaverðmæti milli ára, að því er segir á vef útgerðarinnar.
Ístogari útgerðarinnar, Ljósafell SU-70, var með næst mesta aflaverðmætið 2021 og var það 1.229 milljónir króna sme er þó 5% minna en árið á undan. Þá nam heildarafli skipsins 5.437 tonnum. Vakin er athygli á því að Ljósafell var frá veiðum vegna slipptöku og framkvæmdum við krapavélar í sjö vikur á síðasta ári.
Góður gangur var krókaaflamarksbátunum Sandfelli SU-75 og Hafrafelli SU-65. Áhöfnin á Sandfelli tókst að afla 2.460 tonn fyrir 659 milljónir króna og er það 12% eukning verðmæta frá 2020. Áhöfninni á HAfrafelli tókst að ná 2.113 tonnum að verðmæti 555 milljónum króna í fyrra sem er 16% meira en árið á undan.
Heildarafli skipa Loðnuvinnslunnar var í fyrra 50.021 tonn og var aflaverðmætið 4.209 milljónir króna. Árið 2020 nam heildaraflinn 39.097 tonnum og var aflaverðmætið 3.561 milljón króna og nemur aukning verðmætanna milli ára 18%.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |