Tekjur í sjávarútvegi tvöfalt hærri en flestra

Meðaltekjur þeirra með staðgreiðsluskyldar tekjur í sjávarútvegi voru tvöfalt hærri …
Meðaltekjur þeirra með staðgreiðsluskyldar tekjur í sjávarútvegi voru tvöfalt hærri en meðaltekjur vinnumrakaðarins í heild. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Meðaltekjur á mánuði fyrstu 10 mánuði 2021 voru meira en tvöfalt hærri í sjávarútvegi (samtala veiða og vinnslu) en meðaltal allra sem fengu staðgreiðsluskyld laun. Aðeins tekjur í fjármála- og tryggingaþjónustu voru hærri. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar og fjallað er um í síðustu hagsjá Landsbankans.

Þar segir að meðaltekjur launafólks á mánuði hafi verið 434 þúsund krónur á tímabilinu, en meðaltekjur í sjávarútvegi voru 898 þúsund krónur og 924 þúsund krónur í fjármála- og tryggingaþjónustu. Næst á eftir sjávarútvegi eru meðaltekjur í opinberri stjórnsýslu sem námu 591 þúsund krónum. Tekið er þó fram að ekki er tekið tillit til vinnutíma í þessum samanburði.

„Á milli 2020 og tíu fyrstu mánaða ársins 2021 hækkuðu meðaltekjur allra á vinnumarkaði um 2,7%. Af þeim greinum sem hér eru sýndar hækkuðu tekjurnar mest í ferðaþjónustu, um 8,6%. Tekjurnar hækkuðu um 6-7% í sjávarútvegi, opinberri stjórnsýslu og heild- og smásölu. Fjármála- og vátryggingarstarfsemin er með mikla sérstöðu meðal þessara greina, en þar voru tekjur nær óbreyttar á milli ára.“ segir í Hagsjánni.

Hækkaði mest hjá opinberri stjórnsýslu

Meðaltekjur landsmanna hafa hækkað um 25% frá 2015 til 2021 en mest hækkaði hjá opinberri stjórnsýslu eða 41% . Meðaltekjur í sjávarútvegi hafa á þessu tímabili hækkað um 30,9% en hæstu meðaltekjurnar í fjármála- og tryggingaþjónustu hafa hækkað um 25,2%.

„Sé litið yfir lengri tíma má sjá að meðallaun hafa hækkað með nokkuð reglubundnum hætti í öllum greinum á tímabilinu frá 2015. Einu undantekningarnar eru í sjávarútvegi í upphafi tímabilsins og í ferðaþjónustunni eftir 2019,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Jafnframt er vakin athygli á því að útfærsla kjarasamninga um krónutöluhækkanir hafi haft það í för með sér að hlutfallsleg hækkun hæstu launa hafi verið minni en í öðrum greinum.

Ekki kemur þó fram í greiningunni áhrif afkomutengdra tekna sjómanna í gegnum aflahlutdeild sem hafa veruleg áhrif á þróun meðaltekna í sjávarútvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »