Á æskustöðvarnar vegna uppbyggingar fiskeldis

Iða Marsibil Jónsdóttir tók nýlega við stöðu framkvæmdastjóra Lax-inn, fræðslumiðstöðvar …
Iða Marsibil Jónsdóttir tók nýlega við stöðu framkvæmdastjóra Lax-inn, fræðslumiðstöðvar í fiskeldi. Ljósmynd/Lax-inn

„Ég fór aftur heim á æskustöðvar mínar á Bíldudal árið 2014 til þess að taka þátt í uppbyggingu fiskeldis hjá Arnarlaxi. Má segja að þorpið hafi munað sinn fífil fegri og ekki mikið um að vera í atvinnulífinu fyrir utan Kalkþörungavinnsluna. Bíldudalur var hluti af „Brothættum byggðum“, verkefni Byggðastofnunar, í kringum 2010 sem sýnir hversu ástandið var bágborið áður en fiskeldið kom til sögunnar,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sem nýlega tók við stöðu framkvæmdastjóra Lax-inn, fræðslumiðstöðvar í fiskeldi. Staðan er gjörbreytt nú.

Iða er skólabókardæmi um konu sem fer ung að heiman til þess að mennta sig en ílendist í Reykjavík vegna þess að ekki eru tækifæri til að snúa aftur heim. „Laxeldið gaf okkur brottfluttum Vestfirðingum tækifæri til að fara aftur heim.“

Hún var þriðji starfsmaður fyrirtækisins þegar hún flutti vestur árið 2014 og gekk í upphafi í öll störf á skrifstofu og tók jafnvel þátt í að fóðra fisk úti á kvíum. Hún varð síðan mannauðsstjóri Arnarlax.

Það þurfti kjark til að flytja sig til Bíldudals með börnin á þessum tíma. Enn var óvissa með leyfin og í ljósi sögunnar ekki vitað hvað yrði úr fiskeldisfyrirtækjunum. Arnarlax varð stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins og er enn og hefur alla tíð verið með höfuðstöðvar sínar á Bíldudal. Í gegnum þetta litla þorp fóru á síðasta ári yfir 3% af útflutningstekjum þjóðarinnar.

Laxi pakkað fyrir Evrópumarkað í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal.
Laxi pakkað fyrir Evrópumarkað í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal. mbl.is/Helgi Bjarnason

Staðan í þorpinu er gjörbreytt. Nú er búið í öllum íbúðarhúsum en áður voru mörg hús notuð sem sumardvalarstaðir brottfluttra Bílddælinga enda erfitt að selja. „Ég keypti húsið sem ég ólst upp í til tíu ára aldurs. Það var að grotna niður og við pabbi rifum allt út úr því og innréttuðum upp á nýtt,“ segir Iða Marsibil.

Sagan endurtekur sig. Börnin eru farin suður og Iða Marsibil færir sig um set til að vera nær þeim og auka við menntun sína um leið. En hún er ánægð með það tækifæri að hafa getað búið og starfað heima á Bíldudal þessi sjö ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »