Hafís 14 sjómílur frá landi

Mynd úr eftirlitsflugi þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.
Mynd úr eftirlitsflugi þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Í morgun voru um 14 sjómílur í hafís sem hefur undanfarna daga rekið frá Grænlandi í átt að Íslandi. Þetta kemur fram í nýjustu færslu eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

„Þó ber að geta að stakir jakar geta verið nær án þess að þeir sjáist með gervitunglamyndum,“ segir í færslunni.

Landhelgisgæslan fylgist vel með gangi mála

Landhelgisgæslan vakti athygli á hafísnum norðvestan við landið í síðustu viku og í eftirlitsflugi þyrlusveitarinnar á föstudaginn sl. var staðan á hafísnum síðast könnuð en þá var ísinn næst landi um 20 sjómílur norðaustur af Straumnesi.

„Mikið íshröngl var á svæðinu og lá spöngin til norðausturs og virtist sem ísinn væri að færast fjær landi,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook frá síðastliðnum laugardegi.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlusveit gæslunnar stefna að því að fara í eftirlitsflug á morgun og að mögulega verði þyrlan send til að kanna stöðuna á hafíssnum aftur þá.

Hafísinn getur verið varasamur sjófarendum

Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir Landhelgisgæsluna hafa haft vökult auga á málunum undanfarna daga því ísinn hafi verið að lóna til og frá og geti verið varasamur sjófarendum.

Á Grænlandssundi bera suðvestanáttir hafísinn almennt í átt að landi, en norðaustanáttir til hafs. Auðvitað hafa straumar einnig áhrif,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Þá sé einnig verið að fylgjast með myndarlegum borgarísjaka sem staðsettur er lengra fyrir norðan land, að sögn hennar.

Hann er um 1.000 metrar á lengd og 500 metrar á breidd, en þykktin er ekki þekkt sem stendur, þó væntanlega tugir metra. Hann sést vel í ratsjá og hefur bæði greinst frá gervitunglum og skipum. Gervitunglið SENTINEL-1b hefur þó ekki starfað sem skyldi undanfarna daga og því berast heldur færri gervitunglamyndir af hafíssvæðunum en að jafnaði.“

Spurð segir hún ólíklegt að siglingaleið fyrir Horn lokist vegna hafíssins næstu daga þar sem norðaustanáttir hafi yfirhöndina á svæðinu.

„Sjófarendur þurfa þó að fara varlega því aðstæður geta breyst hratt og skeinuhættir jakar geta marað í kafi og sést illa í ratsjám skipa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »