Mál skipstjórans kornið sem fyllti mælinn

Maðurinn sigldi réttindalaus og skráði ferðirnar á aðra.
Maðurinn sigldi réttindalaus og skráði ferðirnar á aðra. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Alls hafa fjórir starfsmenn Herjólfs sagt upp störfum nýverið og er ástæðan sögð ólga milli starfsmannanna og fyrrverandi yfirskipstjóra.

Skipstjórinn sem um ræðir varð í þarsíðustu viku uppvís að því að stýra skipinu þrátt fyrir að réttindi hans væru útrunnin og skráði ferðirnar á aðra skipstjóra Herjólfs. Hann hlaut í kjölfarið áminningu og var lækkaður í tign úr yfirskipstjóra í almennan skipstjóra.

Eftir að upp komst um málið sögðu tveir starfsmenn upp störfum, þau Sigmar Logi Hinriksson skipstjóri og Ingibjörg Bryngeirsdóttir stýrimaður.

Tveir aðrir stýrimenn höfðu þegar sagt störfum sínum lausum fyrr í vetur, fyrir brotið.

Heimildir Morgunblaðsins herma að ástæða uppsagnanna fjögurra sé ósætti vegna brotsins og eldri ágreiningsmála. Þá hafa ábendingar borist úr nokkrum áttum um að starfsanda fyrirtækisins hafi lengi verið ábótavant og nýlegt brot skipsjórans „kornið sem fyllti mælinn“.

Hafi unnið málið vel

„Svona almennt þá hefur þetta mál eðlilega tekið á áhöfnina,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, í samtali við Morgunblaðið.

„Við fengum ábendingar um þetta þegar þetta brot var afstaðið og tókum það mjög alvarlega.“ Málið hafi verið unnið með lögfræðingum fyrirtækisins og tilkynnt til Samgöngustofu og Vegagerðin upplýst um málið. Fyrirtækið hafi auk þess verið í sambandi við Félag skipstjórnarmanna, sem einnig var upplýst um málið.

„Við unnum [málið] vel að okkar mati. Tókum þá ákvörðun um að lækka hann í tign og veittum honum áminningu. Síðar var ákveðið að hann yrði sendur í ótímabundið leyfi meðan málið er í vinnslu.“

Nánari umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.366 kg
Ýsa 486 kg
Þorskur 314 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 6.194 kg
5.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 7.039 kg
Skrápflúra 601 kg
Sandkoli 587 kg
Skarkoli 423 kg
Steinbítur 110 kg
Þorskur 22 kg
Samtals 8.782 kg
5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.366 kg
Ýsa 486 kg
Þorskur 314 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 6.194 kg
5.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 7.039 kg
Skrápflúra 601 kg
Sandkoli 587 kg
Skarkoli 423 kg
Steinbítur 110 kg
Þorskur 22 kg
Samtals 8.782 kg
5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg

Skoða allar landanir »