Mun meira af eldislaxi til Bandaríkjanna og Kanada

Mun stærri hlutur úr íslensku eldi rataði til Bandaríkjanna í …
Mun stærri hlutur úr íslensku eldi rataði til Bandaríkjanna í fyrra en 2020. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Fluttar voru út eldisafurðir fyrir 36 milljarða króna í fyrra og fóru þær til kaupenda í á fimmta tug ríkja. Fyrir áratugi voru löndin 25 og útflutningsverðmæti rétt rúmir 4 milljarðar króna, að því er fram kemur í umfjöllun Radarsins.

Fram kemur að um 73% eldisafurðanna voru fluttar til Evrópu í fyrra miðað við verðmæti þeirra en vægi Evrópu var 86% árið 2020. „Ástæðan er einkum stóraukinn útflutningur á eldisafurðum vestur um haf, sem var langt umfram þá aukningu sem var á útflutningi til Evrópu. Þannig nam útflutningsverðmæti eldisafurða til Evrópu 26,5 milljörðum króna í fyrra, sem er ríflega 8% aukning á milli ára á föstu gengi. Útflutningsverðmæti eldisafurða til Norður-Ameríku nam um 8,8 milljörðum króna, sem er um 144% aukning á milli ára. Hlutdeild Norður-Ameríku fór þar með úr tæpum 13% í rúm 24%.“

Mynd/Radarinn

Mesta bleikjan til Bandaríkjanna

Bandaríkin hafa verið eitt mikilvægasta markaðssvæði fyrir íslenskar eldisafurðir um árabil og fer mest af bleikjuafurðum þangað. „Vægi hans minnkaði þó talsvert á öðrum áratug þessarar aldar samfara auknu laxeldi. Sú varð þó ekki raunin í fyrra. Vægi bandaríska markaðarins jókst verulega og fór hlutdeild hans í útflutningsverðmæti eldisafurða úr 11% í 19% á milli ára. Aukninguna má fyrst og fremst rekja til verulegrar aukningar á útflutningi á eldislaxi,“ segir á Radarnum.

Útflutningsverðmæti eldisafurða sem seldar voru til Bandaríkjanna í fyrra var 6,8 milljarðar króna sem er 122% meira en árið á undan. Verðmæti laxafurðanna eitt og sér var 5,1 milljarður en það er 261% meira en 2020.

Mesta aukningin var hins vegar til Kanada og voru fluttar afurðir þangað að verðmæti 2 milljarða króna á síðasta ári, sem er um 266% aukning frá 2020. Laxinn er fyrirferðamikill í þessum tölum en útflutningsverðmæti laxafurða til Kanada sjöfölduðust milli ára.

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »