Laxamykja nýtist vel við landgræðslu

Nota verður stórvirk tæki til að bera vatnsmikinn skít á …
Nota verður stórvirk tæki til að bera vatnsmikinn skít á tún eða ógróið land. Það á við um laxamykju eins og kúamykju og svínaskít. Ljósmynd/Haraldur Jónasson

Verið er að gera tilraunir með notkun á skít frá fiskeldisstöðvum, svokallaða laxa- eða fiskimykju, til áburðar við landgræðslu og ræktun. Virðist þessi áburður henta vel til landgræðslu en vegna þess hversu vatnshlutfallið er hátt borgar sig ekki að flytja mykjuna til notkunar langt í burtu.

Með vaxandi laxeldi í kerum á landi og tilkomu seiðastöðva með vatnsendurnýtingarkerfi fellur til aukið magn af skít sem er síaður frá. Mun þessi starfsemi aukast mjög á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir.

Nokkur verkefni í gangi

Gerð hefur verið ein tilraun, að minnsta kosti, með að nota laxamykju við túnrækt og landgræðslu, það er í verkefni sem Landgræðslan, Landbúnaðarháskóli Íslands og fleiri standa að. Mykjan mun hafa komið frá seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði sem er fyrsta seiðastöðin með fullt endurnýtingarkerfi.

Bóndi í Núpasveit er að skoða möguleika á að nota úrgang úr seiðaeldisstöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri til landgræðslu, að því er fram kom nýlega í Bændablaðinu. Icelandic Land Farmed Salmon ehf., sem er að undirbúa fiskeldi á strönd Heimaeyjar í Vestmannaeyjum, hefur gert samning við Vestmannaeyjabæ og Landgræðsluna um að nýta laxamykju sem til fellur við eldið í landgræðslu í nágrenni stöðvarinnar, meðal annars í gróðursnauðum hlíðum Eldfells.

Aukin notkun lífrænna efna

Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Landgræðslunni, rifjar upp að hann hafi lengi hvatt til aukinnar notkunar á lífrænum áburði. Góður árangur hafi náðst á síðustu árum því frá árinu 2015 hafi magn lífrænna efna til landgræðslu á vegum Landgræðslunnar sexfaldast. Ekkert af því sé fiskimykja. Telur hann mjög jákvætt ef hún bætist við.

Í þróuðum fiskeldislöndum er fiskimykja notuð skipulega til ræktunar og fer sú starfsemi vaxandi með fjölgun stöðva með vatnsendurnýtingarkerfum. Sérhæfð fyrirtæki sjá um þennan þátt starfseminnar.

Ekki liggur fyrir hversu mikið magn fellur til hér á landi eða mun falla til með frekari þróun.

Magnús segir að fiskimykja sem notuð var í uppgræðslu á Rangárvöllum á síðasta ári hafi skilað góðum árangri. Gróðurinn hafi tekið vel við sér. Styrkur næringarefna er ekki hár í fiskimykju eins og hún kemur úr kerunum en það er leyst með því að dreifa miklu magni.

Dýrt að flytja vatnið

Bendir Magnús á að ákveðnir erfiðleikar séu á því að nýta áburðarefni með miklu vatnsinnihaldi, eins og svínaskít, kúamykju og fiskimykju. Dýrt sé að flytja skítinn og hagkvæmast sé að dreifa honum í nágrenni laxeldisins. Nefnir hann Þorlákshöfn í því efni. Þar séu næg verkefni á gróðursnauðum söndum fyrir mykju úr stækkandi landeldi. Hægt er að minnka vatnsinnihaldið með þurrkun. Það mun hafa verið gert í seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði.

Segir Magnús að rannsaka þurfi betur möguleika á að nota mykjuna við ræktun í landbúnaði. Þar séu aðrar kröfur gerðar en í landgræðslu. Afurðirnar þurfi að vera af ákveðnum gæðum og því skipti máli að bera réttu áburðarefnin á gróðurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »