Styttist í loðnuveiðar með nót

Loðna veidd í nót.
Loðna veidd í nót. mbl.is/Rax

„Hér er suðaustan vitlaust veður, 20-25 metrar,“ sagði Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA, upp úr hádegi í gær. Þeir voru þá 72 mílur austur af Langanesi og fimm önnur íslensk skip, eitt grænlenskt og eitt færeyskt skip voru á svipuðum slóðum. Guðmundur sagði að þeir myndu halda sjó eitthvað fram eftir degi, en vonandi yrði komið vinnuveður undir kvöld með suðvestanáttinni. Vel færi um mannskapinn um borð í stóru og öflugu skipinu.

Um 1.500 tonn voru komin í skipið í gærmorgun, en fyrir réttri viku setti Vilhelm heimsmet þegar 3.448 tonnum af loðnu var landað úr skipinu í Fuglafirði í Færeyjum. Guðmundur sagði að um helgina hefði aðeins dregið úr afla í trollið og loðnan væri nokkuð dreifð. Fljótlega liði að því að menn tækju loðnunæturnar um borð og byrjuðu veiðar við Suðausturland. Vonandi myndi ótíðinni linna svo menn gætu sinnt nótaveiðum af krafti.

Mæla á norðvestursvæðinu

Ráðgert er að rannsóknaskipið Árni Friðriksson fari til leitar og mælinga á loðnu á morgun, miðvikudag. Farið verður á svæði norðvestur af landinu, austur að Kolbeinseyjarhrygg.

Á Vestfjarðamiðum torveldaði vont veður og hafís mælingar í leiðangri í síðasta mánuði. Slæmt veður hefur verið á þessum slóðum síðustu daga, en vonir standa til að því sloti síðari hluta vikunnar. Þá er vel fylgst með því hvort hafísinn hopar.

Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun er hrognaþroski loðnunnar seinni en alla jafna og hrygningagöngur seinna á ferðinni en oft áður. Því gæti eitthvað hafa skilað sér undan hafísnum í Grænlandssundi frá síðustu mælingu.

Það magn sem mælt var í janúar skilar ráðgjöf upp á um 800 þúsund tonn, en haustráðgjöfin var upp á 904 þúsund tonn í ráðlögðu heildaraflamarki á yfirstandandi vertíð. Að lokinni yfirferð Árna Friðrikssonar á næstu dögum verður gefin út lokaráðgjöf. Ef vel gengur gæti mælingunni lokið á fjórum dögum og lokaráðgjöf legið fyrir um miðja næstu viku.

Gerðu hlé á veiðum

Í kjölfar tilkynningar Hafrannsóknastofnunar um mögulega skerðingu á aflaheimildum um 100 þúsund tonn gerðu m.a. Brim hf. og Vinnslustöðin hlé á veiðum. Þær upplýsingar fengust hjá Brimi í gær að staðan yrði metin að nýju í lok vikunnar. Uppsjávarskipin þrjú sem fyrirtækið gerir út eru nú í Reykjavík. Tvö þeirra eru tilbúin til nótaveiða og það þriðja verður klárt á miðvikudagskvöld. Kvóti Brims minnkar um 14.500 tonn verði af skerðingu.

Á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar segir að verði heildarkvótinn minnkaður um 100 þúsund tonn þýði það að samanlagður kvóti Vinnslustöðvarinnar og Hugins minnki um níu þúsund tonn. Af heildarkvóta íslenskra skipa upp á 662 þúsund tonn, eins og hann var gefinn út í haust, er búið að veiða 294 þúsund tonn og því eftir að veiða um 369 þúsund tonn samkvæmt því sem lesa má á heimasíðu Fiskistofu.

Síðustu vikuna virðist eitthvað hafa ræst úr nótaveiðum norskra skipa fyrir sunnanverðum Austfjörðum. Þau hafa ýmist landað í Noregi eða hérlendis. Í gær lágu mörg þeirra inni á fjörðum fyrir austan vegna veðurs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »