Norðmenn í kapphlaupi við klukkuna

Norsk loðnuskip við bryggju á Fáskrúðsfirði.
Norsk loðnuskip við bryggju á Fáskrúðsfirði. mbl.is

Afli norsku loðnuskipanna á vertíðinni var í gærmorgun orðinn rúmlega 32 þúsund tonn. Alls hafa norsku skipin heimild til að veiða um 145 þúsund tonn af loðnu við Ísland fram til 22. febrúar og eiga því eftir að veiða um 113 þúsund tonn. Í fyrra voru heimildir þeirra alls 42 þúsund tonn. Í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi mátti í vikunni lesa um óánægju með stífar reglur og erfiðleika við veiðar norsku skipanna.

Íslensku skipin voru í gær ýmist á trolli úti af Héraðsflóa eða að reyna fyrir sér á loðnunót frá Stokksnesi að Hrollaugseyjum. Nokkrar útgerðir bíða reyndar átekta eftir að Hafrannsóknastofnun tilkynnti að hugsanlega yrðu heimildir skertar um alls 100 þúsund tonn.

Biðu eftir að geta byrjað veiðar

Nokkur norsk skip voru um miðjan dag í gær á eða í grennd við miðin úti af Austfjörðum. 47 norsk skip höfðu verið í höfn eða inni á fjörðum, ýmist í vari vegna veðurs eða að bíða eftir heimild til að mega hefja veiðar. Mörg þeirra höfðu tekið stefnuna á miðin eftir hádegi í gær.

Hverju sinni mega 30 skip vera að veiðum, þau mega aðeins veiða í nót og mega ekki veiða fyrir sunnan línu, sem er dregin beint í austur frá punkti sunnan Álftafjarðar. Veiðar Norðmanna eru því orðnar barátta við klukkuna og bæði þarf veður að batna frá því sem verið hefur og afli að glæðast svo dæmið gangi upp.

Mikill munur á verði

Þó svo að kvótinn sé mun stærri í ár heldur en á síðustu vertíð er það sama ekki að segja um verðið sem fæst fyrir loðnuna. Fram kemur í Fiskaren að í ár fáist um 2,80 krónur norskar fyrir kílóið í bræðslu, en í fyrra hafi loðnan að mestu farið til manneldis. Metverð hafi þá fengist fyrir aflann og kílóið gefið að meðaltali 14,35 norskar. Í íslenskum krónum eru þetta um 39,5 krónur í ár, en rúmlega 200 krónur í fyrra.

Selji norsku skipin afla til íslenskra verksmiðja í gegnum uppboð hjá Norges sildesalgslag taki það þrjá daga aukalega að komast á lista þeirra 30 skipa sem hverju sinni mega stunda veiðar. Sé siglt til löndunar í Noregi er olíukostnaður mikill

Meðan beðið sé eftir því að komast á veiðilistann þurfi í flestum tilvikum að bíða í höfn á Íslandi því skip komast ekki á þann lista fyrr en þau eru komin í íslenska lögsögu. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »