Vel á annað þúsund tonn af laxi drapst

Sjókvíar í Tálknafirði. Laxarnir drápust í kvíunum í Dýrafirði.
Sjókvíar í Tálknafirði. Laxarnir drápust í kvíunum í Dýrafirði.

Alls hafa drepist á bilinu 1,5 til 2 þúsund tonn af laxi í tveimur sjókvíum Acrtic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Það eru um 15 til 20 prósent af lífmassa í kvíunum, sem telja um 10 þúsund tonn af fiski. Fyrirtækið gaf frá sér afkomuviðvörun um helgina þar sem segir að líffræðilegar áskoranir hafi valdið dauða fisksins. Afföllin munu hafa áhrif á afkomu fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi ársins en betur verður skýrt hvaða áhrif þetta mun hafa á rekstrarárið í kynningu í lok febrúar.

„Þetta eru verulegar tekjur sem við erum að verða af. Þetta var fiskur sem var kominn upp í sláturstærð. Það var búið að leggja út allan kostnaðinn og það átti bara eftir að innheimta tekjurnar,“ segir Daníel Jakobsson í samtali við Morgunblaðið, en hann starfar fyrir Arctic Fish.

Fyrirtækið er í eigu norsku laxeldissamsteypunnar Norwegian Royal Salmon ASA, sem er sjötta stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi með heimildir til framleiðslu á 24 þúsund tonnum af laxi á Íslandi. Arctic Fish framleiddi næstmest af laxi á Íslandi á síðasta ári, um 23.400 tonn.

Vont veður og lágur sjávarhiti

Í tilkynningu sem send var út í lok janúar sagði að verið væri að flýta slátrun á fiski til að lágmarka afföllin, en það hefur ekki gengið sem skyldi. Afföllin eru mun meiri en búist var við.

Samspil nokkurra þátta veldur dauða fisksins að sögn Daníels. Þar á meðal er aukið álag á laxinn vegna flutninga á síðasta ári og slæmra veðurskilyrða. Þá er sjávarhiti einnig lágur, eða um ein gráða, og laxinn gjarnari á að fá vetrarsár við þær aðstæður.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,24 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,24 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »