Krafa um auknar strandveiðar sögð illa ígrunduð

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS, segir sanngirnirmál að skerðingar í …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS, segir sanngirnirmál að skerðingar í þorskkvótanum nái einnig til strandveiðisjómanna sem fá jafn stóra hlutdeild á þesus fiskveiðiári og því síðasta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef sífellt er verið að hola kerfið að innan með illa ígrunduðum breytingum mun það, til lengri tíma, hafa slæm áhrif. Krafan um að auka strandveiðar fellur þar undir,“ skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í pistli á vef samtakanna.

Tilefni ummælanna virðast vera háværar raddir strandveiðisjómanna sem krefjast þess að veiðiheimildir sem ætlað er strandveiðum í sumar verði auknar, en þær voru skertar úr 10 þúsund tonnum í fyrra í 8.500 tonn í ár. Heimildir í helstu botnfisktegundum voru skertar milli fiskveiðiára í takti við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

„Sá viðburður er orðinn árlegur að sjómenn á strandveiðum krefjist þess að fá auknar heimildir til að veiða þorsk. Ýmsum rökum er teflt fram og rómuð eru meint jákvæð áhrif strandveiða. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gjalda varhug við þessari kröfu. Afstaða samtakanna byggist á traustum rökum og með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifar Heiðrún Lind.

Gæta þurfi varúðar

Vekur hún athygli á að þrátt fyrir að þorskstofninn hafi gefið eftir á undanförnum misserum hafi hann frá 2007 stækkað. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna fiskveiðiársins 2007/2008 var 130 þúsund tonn og jókst ár frá ári í 272 þúsund tonn árið 2019/2020 en er á núverandi fiskveiðiári 223 þúsund tonn.

„Aflamark hefur því dregist saman um 20% á tveimur árum, sem jafngildir ríflega tveggja mánaða veiði. Þrátt fyrir að þorskstofninn sé stór, sem gerir veiðar almennt hagkvæmari, þá eru miklar sveiflur í ráðlögðum afla óheppilegar. Líklegt má telja, að nokkuð hægist um í veiðum á þorski þegar líður á næsta sumar og hráefni í fiskvinnslum verði þar með takmarkað. Miðað við mat Hafrannsóknastofnunar er fyrst unnt að vænta þess að aukning verði í ráðlögðum afla árið 2023 eða 2024. Það verður því að gæta varúðar ef ekki á illa að fara,“ segir í pistlinum.

mbl.is

Skerðing gangi jafnt yfir alla

Þá er á yfirstandandi fiskveiðiári gert ráð fyrir að 3,8% af heildaraflaheimildum í þorski verði varið í strandveiðar. „Ólíkt því sem haldið er fram af hálfu þeirra sem telja hér illa farið með strandveiðisjómenn, þá er hlutfallið óbreytt frá því sem verið hefur á undanförnum árum og hefur þá verulega verið bætt í frá því sem upphaflega var ráðstafað í þessar veiðar.“

Í ljósi þess að Hafrannsóknastofnun leggur til að minna verði veitt á árinu segir Heiðrún Lind það „augljóst sanngirnismál“ að þær skerðingar sem slíku fylgja gangi jafnt yfir alla. „Strandveiði getur þar ekki verið undanþegin. Allir sem sækja fisk úr sjó þurfa að stíga ölduna, strandveiðibátar sem aðrir.“

„Það eru einfaldlega krefjandi tímar í þorskveiðum og vinnslu um þessar mundir. Þegar líður á fiskveiðiárið má gera ráð fyrir að skipum verði lagt í auknum mæli og fiskvinnslum lokað um lengri eða skemmri tíma. Þetta er áskorun, enda eru sjávarútvegsfyrirtæki burðarstólpi verðmætasköpunar um allt land og fólk getur þar treyst á vel launuð störf árið um kring. Af þessum sökum sérstaklega, verður ekki við það unað að enn sé tekinn þorskur af skipum í aflamarkskerfinu og færður strandveiðibátum.“

Óskynsamlegt

Heiðrún Lind gefur lítið fyrir þau rök að strandveiðar sem aðeins fara fram yfir sumarmánuðina sé mikilvægur hlekkur í atvinnusköpun. „Þeir sem stunda strandveiðar hafa þá iðju því ekki sem aðalatvinnu. Þorskunum í sjónum fjölgar ekki með millifærslum - að þorskur sé tekinn af einum og gefinn öðrum. Hann yrði alltaf tekinn af fyrirtækjum sem í dag skapa miklar tekjur og störf um allt land – fyrirtækjum sem þegar hafa orðið fyrir verulegum búsifjum vegna mikils samdráttar í aflamarki á stuttum tíma, fólki sem treystir á störf og tekjur allt árið um kring. Það væri engin sanngirni eða skynsemi í slíkri ráðstöfun.“

Að færa aflaheimildir til strandveiða frá öðrum útgerðum er ekki …
Að færa aflaheimildir til strandveiða frá öðrum útgerðum er ekki til þess fallið að auka atvinnusköpun að sögn framkvæmdastjóra SFS. mbl.is/Ómar Óskarsson

Minni gæði afla

Þá víkur framkvæmdastjórinn að því að sjávaraútvegsfyrirtæki hafi um langt skeið leitað leiða til að hámarka verð afurðanna sem birtist í því að Íslendingar fá alla jafna meira fyrir hvert kíló af þorski en Norðmenn.

„Ástæðan er sú að Íslendingar flytja einkum úr landi þorskafurðir sem eru að langstærstum hluta unnar heima fyrir á meðan Norðmenn fara aðrar leiðir. Vinnsla á fiski hér á landi hefur þróast í að vera stöðugt flóknari og meiri áhersla lögð á ferskar afurðir sem seldar eru á hærra verði. Norðmenn hafa aftur á móti dregið úr framleiðslu á unnum afurðum,“ skrifar Heiðrún Lind.

„Allt frá því að strandveiðar voru heimilaðar árið 2009 hefur það verið ærið verkefni að reyna að bæta gæði þess fisks sem strandveiðibátar koma með að landi. Þar hefur þokast of hægt,“ fullyrðir hún og vísar til úttektar á gæðum strandveiðiafla sem unnin var af Matís, Matvælastofnun og Fiskistofu árið 2011. „Vera kann að eitthvað hafi áunnist á þeim áratug sem liðinn er, en fjarri því nógu mikið. Enn er unnið að því í nefndum og stofnunum að bæta gæði afla strandveiðibáta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »