Laxalúsarlyf til skoðunar hjá Umhverfisstofnun

Laxeldið hefur vaxið verulega hér á landi en fjölgi laxalúsinni …
Laxeldið hefur vaxið verulega hér á landi en fjölgi laxalúsinni um of í sjókvíunum getur það skaðað fiskinn og þarf því að grípa til lyfjanotkunar. Á ákveðnum eldissvæðum getur lúsin orðið viðvarandi vandamál. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Til stendur að skoða þau lyf sem notuð eru til meðhöndlunar við laxalús í sjókvíum á Íslandi með tilliti til hugsanlegra neikvæðra áhrifa á lífríki sjávar. Þekkt er að virku efnin í lyfjunum kunna að valda skaða og benda rannsóknir til að lyfin geti haft neikvæð áhrif á dýralíf svo sem humar og rækju.

Síðasta haust fengu laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum heimild fiskisjúkdómanefndar til að beita lyfjunum slice og alphamax gegn laxa- og fiskilús, en henni hafði fjölgað mjög á svæðinu. 

Í svari við fyrirspurn blaðamanns til Umhverfisstofnunar um afstöðu hennar til notkunar lyfjanna segir: „Umhverfisstofnun er meðvituð um möguleg áhrif á umhverfið vegna þeirra lyfja sem notuð eru við meðhöndlun gegn fiski- og laxalús, þar með talið möguleg áhrif lyfsins emamectin benzoate [einnig þekkt sem slice].“ Þá segir að stofnunin hafi ekki tekið afstöðu til notkunar slíkra lyfja með tilliti til áhrifa á lífríki í þeim fjörðum þar sem þeim er beitt, en tekur fram að málið verði til frekari skoðunar á þessu ári.

Takmarka stofninn

Laxalús tók að fjölga ört í sjókvíum á Vestfjörðum síðasta haust, nánar tiltekið í Patreksfirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Í umfjöllun um málið sagði Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, að fjöldi laxalúsa hefði verið vel innan hættumarka en talið hefði verið nauðsynlegt að lágmarka stofninn.

Hinn 21. september samþykkti fiskisjúkdómanefnd að beitt yrði lyfinu slice (emamectin) í fiskafóðri gegn laxalús í sjókvíum við Eyri, Kvígindisdal og Eyrarhlíð í Patreksfirði. Þá var einnig veitt heimild til notkunar lyfsins í sama tilgangi í Fossfirði og við Haganes í Arnarfirði þann 6. október.

Áhrif á humar

Í svari sínu vekur Umhverfisstofnun athygli á skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá 2019 um virkni, áhrif og notkun lyfja gegn laxalús. Í henni segir að rannsóknir á áhrifum lyfsins hafi sýnt að amerískur humar tapaði eggjum eftir að hafa innbyrt lúsalyfið. Þá hefur Slice haft áhrif á hamskipti evrópskra humra. „Afmyndanir humra hafa áhrif á hreyfigetu og fæðuöflun og líklegt að þeir einstaklingar verði afræningjum að bráð eða drepist úr fæðuskorti.“ Tekið er þó fram að ekki hafi evrið gerðar rannsóknir á áhrifum lyfjanna á íslenskan leturhumar.

Slice er einnig talið hafa neikvæð áhrif á hamskipti og eggjaframleiðslu krabbaflóa.

Þá segir í skýrslunni að kostir slice séu að lyfið hafi áhrif á öll stig laxalúsarinnar og virkni þess sé allt að tveir mánuðir. „Á þeim tíma fær fiskurinn ekki á sig nýjar lýs og getur jafnað sig af sýkingu/sárum. Þá hafi lyfið verið notað reglulega frá því það kom á markað árið 2000 en virkni þess hefur minnkað í Skotlandi, Noregi og Kanada. Af skýrslunni að dæma er margt sem bendir til þess að lyfið sé skaðminna en mörg önnur lyf sem hefur verið beitt gegn laxalús, en dæmi eru um að laxalúsin hafi orðið ónæm gegn slice.

Laxalús (Lepeophtheirus salmonis) nærist á slími, roði og blóði hýsilsins.
Laxalús (Lepeophtheirus salmonis) nærist á slími, roði og blóði hýsilsins. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Fiskisjúkdómanefnd samþykkti 19. október í fyrra að beitt yrði lyfinu alphamax gegn laxalús í sjókvíum við Haukadalsbót og Eyrarhlíð í Dýrafirði.

„Virka efnið í AlphaMax er deltamethrin. Meðhöndla skal lyfið með gát þar sem það getur haft neikvæð áhrif á menn og umhverfi og þá sérstaklega krabbadýr,“ segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Þar er vakin athygli á að „miklu minni styrk þarf af alphamax en t.d. salmosan til að banvænna áhrifa gæti hjá humri og rækju“. Þá hafa virku efnin í lyfinu neikvæð áhrif á hreyfigetu og fæðuöflun krabbaflóa.

Alphamax inniheldur taugaeitur (pyrethroid) sem er torleysanlegt í vatni. Þá veldur eitrið sífelldri ensímvirkni á taugamótum þannig að taugaboð eru stöðugt send, sem leiðir að lokum til dauða lúsarinnar.

„Lyfið virkar á öll stig lúsarinnar eftir að hún hefur sest á laxinn en virknin er mismikil eftir kyni og þroskastigi lúsanna. Nauðsynlegt getur verið að endurtaka meðferðina vegna nýrrar ásetu lúsa. Vegna umhverfisáhrifa skal endurtekningin gerð með minnsta mögulega styrk og að minnsta kosti með 5-6 vikna millibili,“ segir í skýrslunni.

Laxalús á fiski. Virkni lygja gegn henni getur minnkað við …
Laxalús á fiski. Virkni lygja gegn henni getur minnkað við ofnotkun. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Engin bein tengsl en talin hafa áhrif

Virkni alphamax er háð hitastigi og hafa rannsóknir sýnt að það virki best gegn lúsinni við sex stiga hita, en dauðar lýs geta fundist á fiski nokkra daga eftir meðhöndlun. Jafnframt hafa rannsóknir á notkun lyfsins erlendis sýnt fram á að laxalús hafi byggt upp ónæmi gegn alphamax vegna ofnotkunar.

„Áhrif aflúsunarlyfja eru mest nálægt kvíunum þar sem styrkur þeirra er hæstur en lyfin þynnast út þegar fjær dregur. Líkön hafa sýnt að mestur styrkur fóðurleifa (sem innihalda lyf) er innan við 500 m frá kvíunum. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að í eins kílómetra fjarlægð frá kvíunum geti styrkur lyfjanna enn verið í nægjanlegu magni til að valda lífverum skaða.“

Vísbendingar hafa verið um að notkun lúsalyfja í fiskeldi hafi alvarlegar afleiðingar fyrir villta rækjustofna, að því er segir í skýrslunni. Er vísað til þess að „innfjarðarrækjustofnar í Noregi hafa minnkað verulega, sérstaklega í fjörðum þar sem fiskeldi er stundað“.

Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl milli minnkunar rækjustofna í Noregi og notkunar lúsarlyfja. Þrátt fyrir það segja skýrsluhöfundar notkun lyfjanna „án efa“ hafa neikvæð áhrif á rækju og vísað til tilmæla norsku matvælastofnunarinnar, Mattilsynet, árið 2016 um að ekki skuli nota lyf sem innihalda diflubenzuron (releeze) eða teflubenzuron (ectobann) nálægt rækjusvæðum. Þau efni eru ekki notuð hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »